Gripla - 20.12.2014, Qupperneq 59
59
Nú biðjum vèr guð ok alla heilaga menn, at þessi frásögn verði
öngum at ábyr[g]ð þeim er lesa eða rita, eða hèr leggja nokkut gózs
til í orðum eða öðrum góðum hlutum, því at hon þarf mjög góðra
manna tillögu, því at hon hefir leingi í salti legit, ok eru nú allir
dauðir, þeir er hana ætluðu langa at gera, ok gyost vissu ok bezt
mundu vilja, ef þeim hefði lífit til enzt.“57
Ástæður tafanna koma ekki fram. næsta aldarfjórðunginn eftir andlát
Guðmundar var kirkjustjórn í biskupsdæminu að mestu í höndum tveggja
norskra biskupa sem dvöldu langdvölum í Noregi og sýndu málefnum
Hólastóls takmarkaðan áhuga,58 en áhugi á vegsömun Guðmundar virðist
hafa brotist fram af meiri styrk en áður eftir að jörundur gerði gangskör
að flutningi beinanna. í lifanda lífi hafði Guðmundur verið umdeildur
meðal forystumanna kirkjunnar fyrir ýmislegt í embættisfærslu sinni en
sérstaklega þó vígslur brunna59 og hugsanlegt er að það orðspor hafi valdið
tregðu af hálfu kirkjuyfirvalda.60 Þá er hugsanlegt að efasemdir um stöðu
hans innan kirkjunnar vegna brottvísunar úr embætti hafi einnig haft sín
áhrif. ekki var heldur orðið við þrábeiðni almennings um að taka upp
helgan dóm Guðmundar en formleg yfirlýsing um dýrlingshelgi var helsta
tilefni helgisagnaritunar um dýrlinga. Þrátt fyrir langan aðdraganda að ritun
jarteinabókar Guðmundar og fyrstu helgisögu hans skorti því forsendur
slíkrar ritunar vegna varfærni og jafnvel tortryggni kirkjuyfirvalda, en þó
fyrst og fremst vegna þess að formlegt tilefni var ekki fyrir hendi fyrr en
bein guðmundar höfðu verið tekin upp sem helgur dómur. úr því greidd-
ist aftur á móti eftir embættistöku Auðuns Þorbergssonar 1315.
Ekki er fyllilega ljóst hvernig á stefnubreytingu Auðuns stóð. Sérstakra
57 GB, í BS, 1:565.
58 Sjá til dæmis Jón Þ. Þór, „Saga biskupsstóls á Hólum í Hjaltadal,“ í gunnar Kristjánsson,
ritstj., Saga biskupsstólanna: Skálholt 950 ára ― 2006 ― Hólar 900 ára ([s.l.]: Bókaútgáfan
Hólar, 2006), 301–4. Bótólfur biskup kom til stóls á Hólum 1239 en þótti enginn skör-
ungur. Hann hvarf af landi brott 1243 og andaðist í Noregi 1247. eftirmaður hans var valinn
Heinrekur Kársson sem kom að Hólum sumarið 1248. Heinrekur lét talsvert til sín taka
í íslenskum stjórnmálum en hafði lítinn áhuga á málefnum kirkjunna. Hann andaðist í
Noregi 1260 og hafði þá einungis dvalið á Hólum í fimm ár. við embætti hans tók Brandur
jónsson ábóti og rithöfundur í Þykkvabæjarklaustri sem verið hafði mikill áhrifamaður
innan kirkjunnar til margra ára en hann lést ári síðar. Óskar guðmundsson, „Hólabiskupa
ævir,“ í sama riti, 407–10.
59 GB, í BS, 1:571–83; GC, 70.–71. kafli; GD, í BS, 2:96–97.
60 Sjá Sverrir tómasson, „Brunnið bréfasafn,“ 195.
SAgA Af BEInuM