Gripla - 20.12.2014, Page 60
GRIPLA60
fyrirboða er hvergi getið en fram kemur í Lárentíus sögu að Hákon háleggur
Noregskonungur (k. 1299–1319) hafi hvatt til vegsömunar Guðmundar
Arasonar. er Auðunn var valinn af klerkaráði erkibiskups í Niðarósi til að
gegna biskupsembætti á Hólum var hann meðal stuðningsmanna konungs
og gegndi embætti konunglegs féhirðis frá 1309. Viðhorf Hákonar hafa
því án efa vegið þungt. Þá er þess einnig getið að góðfýsi Auðuns sjálfs hafi
ráðið gjörðum hans. einar Hafliðason nefnir hins vegar ekki fjárhagsleg
sjónarmið enda hefði það vart samræmst tilgangi hans með ritun Lárentíus
sögu. eftir að bein Guðmundar höfðu verið endurheimt úr leyndum legstað
og áheit leyfð tók fólk að streyma að staðnum enda var árnaðarmáttur
dýrlinga að jafnaði talinn mestur við skrínlagðan helgan dóm þeirra.61 Því
mátti gera ráð fyrir að áheitafé yrði biskupsstólnum á Hólum tekjulind.
rétt eins og Jörundur forðum hófst Auðunn biskup handa um endur-
nýjun Hólakirkju og stólinn hefur munað um það fé sem þangað barst
vegna áheitanna. Nú var kirkjunni einnig orðin nauðsyn á helgisögu ásamt
jarteinasafni og B-gerð er talin rituð af því tilefni.
Skálholtsannáll er eini annállinn sem nefnir færslu Orms biskups
Áslákssonar (b. 1342–56) á beinum guðmundar Arasonar árið 1344 og
sannleiksgildi frásagnarinnar hefur af þeim sökum verið dregið í efa,62 en
kveðskapur og helgisagnaritun um Guðmund skömmu eftir að Ormur kom
til stóls styður sannleiksgildi þess sem annállinn segir um beinafærsluna.
tilefni hennar er óljóst en vísa eftir Arngrím Brandsson er samtímaheimild
um áhuga orms biskups á því að efla dýrlingsorðspor guðmundar:
Ilmar slíkt um allan hólmann,
Ormr biskup veldr þeirri forman,
beiðist hann með björtum kvæðum
biskups heiðr að víða reisist;
verðr Guðmundr efri jörðu
elsku Baldr ef þyrma valdi,
drottinn efli hann mildr og máttugr
mána hjarls til slíkrar vánar!63
61 Benedicta Ward, Miracles and the Medieval Mind: Theory, Record and Event 1000–1215
(London: Scolar Press, 1982), 33–36.
62 Skórzewska, Constructing a Cult, 232–34.
63 GD, í BS, 2:169. „Slíkt ilmar um allt Ísland. ormur biskup veldur þeirri tilhögun. Hann
beiðist þess, að heiður biskups berist víða með ljósum kvæðum. Guðmundur verður ástsæll