Gripla - 20.12.2014, Síða 129
129
ÞorgEIr SIgurÐ SSon
ARINBJARNARKVIÐA –
uPPSKrIft frÁ ÁrnA MAgnúSSYnI
1. Inngangur
arinbjarnarkviða egils skalla-Grímssonar er aðeins varðveitt í einu
miðaldariti, á síðu 99v í Möðruvallabók (AM 132 fol.), að frátöldum stökum
tilvitnunum í umfjöllun um skáldskap annars staðar. síðan er nú skemmd
og erfitt er að lesa hana, en það var auðveldara á 17. öld þegar elstu
pappírsuppskriftir hennar voru gerðar.1 Þær eru því sérstaklega mikilvæg
heimild um kviðuna. Þegar Árnanefnd í Kaupmannahöfn undirbjó fyrstu
prentun kviðunnar undir lok 18. aldar var aðeins til ein uppskrift hennar
í Árnasafni upp úr 99v Möðruvallabókar, í handriti Egils sögu AM 146 fol.
(88v−90r) sem skrifað var í noregi 1690–97.2 til var önnur uppskrift á
íslandi sem nú er varðveitt á Landsbókasafni í samtíningshandritinu íB
169 4to (17r–18v) og inniheldur átta vísuorð til viðbótar þeim sem eru í
146. Báðar þessar uppskriftir voru notaðar við útgáfu Árnanefndar á Egils
sögu 1809.3 Guðbrandur vigfússon gaf kviðuna út að nýju 1883 og Finnur
jónsson 1886. Þeir studdust báðir við Möðruvallabók, útgáfu Egils sögu 1809
og AM 146 fol., en hvorugur þekkti hins vegar ÍB 169 4to. Í útgáfu Egils
sögu 2001 á vegum Árnanefndar í Kaupmannahöfn4 var staf- og bandréttur
1 Gömul eftirmynd af 20. erindi kviðunnar í Möðruvallabók sýnir ljóslega að handritið var
læsilegra um aldamótin 1800 en það er nú, en hún fylgdi útgáfu Egils sögu 1809. Myndin er
gerð með tækni síns tíma en ekki er víst að hún sé koparstunga eins og ég þó kallaði hana í
grein minni „Arinbjarnarkviða – varðveisla,“ Són 11 (2013):15.
2 Sjá Már Jónsson, „Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá gullberastöðum í Lundarreykjadal,“
í guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson og Vésteinn Ólason, ritstj., Heimtur:
Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum (reykjavík: Mál og menning, 2009), 285.
3 Egils-saga, sive Egilli Skallagrimii vita, útg. guðmundur Magnússon og grímur Jónsson
thorkelín (Kaupmannahöfn: Kommissionen for det Arnamagnæanske legat, 1809).
4 Egils saga Skallagrímssonar, 1. b., A-redaktionen, útg. Bjarni Einarsson (og Michael Ches-
nutt), Editiones Arnamagnæanæ, röð A, 19. b. (Kaupmannahöfn: reitzel, 2001). Bjarni féll
frá árið 2000 og Michael Chesnutt lauk útgáfunni. Bjarni náði ekki að ganga frá köflum um
Arinbjarnarkviðu til birtingar „i enegyldig form“, sbr. xxxix.
Gripla XXV (2014): 129–141