Gripla - 20.12.2014, Qupperneq 131
131
uppskrift úr þeirri átt. 8 Þannig kallaði Guðbrandur vigfússon uppskriftina
í 146: „Arni Magnusson’s, c. 1700, which copy we have in Asgeir Jonsson’s
hand (in AM. 146, folio).”9
í Egils sögu Árnanefndar 1809 er sagt frá uppskrift Arinbjarnarkviðu
í 169 þar sem kviðan var með átta vísuorðum til viðbótar við 146, sem
samsvarar þremur línum í hægri dálki í Möðruvallarbók. sá texti var sóttur
til pappírsuppskriftar í eigu Hannesar finnssonar biskups (b. 1785−96).10
ekki er útskýrt hvers vegna uppskriftin barst til íslands en bæði Hannes
og faðir hans, finnur biskup Jónsson, unnu við Árnasafn. finnur vann
m.a. við björgun safnsins í brunanum mikla 1728 og gekk síðastur út úr
logunum.11 Michael Chesnutt telur að eftir skriftinni að dæma sé kviðan
í 169 rituð á fyrri hluta 18. aldar, þótt hann útiloki ekki að hún sé forrit
146:12
the copy of the poem is in a hand that I would judge to be from
the first half of the eighteenth century, and the title explicitly states
that it is from M: ‘Drapa Egils Skallagrimssonar er hann orte um
Arinbiorn hersir. Ex membrana Magnæj’ (f. 17r1–2).
the text of Arinbjarnarkviða in íB 169 is closely related to
that in AM 146 fol., a copy of Egils saga written by Ásgeir Jónsson
after he had left Denmark to work for the historian torfæus. We
have Árni Magnússon’s word for it that the poem in AM 146 was
borrowed from a transcript he had sent to torfæus. Had the latter
contained the last three lines that finnur Jónsson was able to read
on f. 99v in M, and that are also transmitted in ÍB 169, we should
expect Ásgeir Jónsson to have included them, but he did not. two
8 Í handritinu AM Accessoria 28 er uppskrift Arinbjarnarkviðu sem Bjarni einarsson taldi
skrifaða á íslandi eftir íB 169 á seinni hluta 18. aldar. í uppskriftaröðinni stendur hún því
jafnnálægt eða nær Möðruvallabók en AM 146, en þar sem Árni Magnússon kom ekki að
gerð hennar liggur hún utan máls hér og hefur ekki áhrif. Sjá Bjarni Einarsson, „om den
Arnamagnæanske kommissions udgave af Egils saga Skallagrímssonar (1809),“ Gripla 21
(2010):14.
9 Corpvs poeticvm boreale: The Poetry of the Old Northern Tongue from the Earliest Times to the
Thirteenth Century, útg. guðbrandur Vigfússon, 2 b. (oxford: Clarendon Press, 1883),
1:271.
10 Egils-saga, sive Egilli Skallagrimii Vita, 648.
11 Már Jónsson, Árni Magnússon: Ævisaga (reykjavík: Mál og menning, 1998), 331.
12 Michael Chesnutt, „on the Structure, format and Preservation of Möðruvallabók,“ Gripla
21 (2010):159–60.
ARINBJARNARKVIÐA – uPPSKrIft frÁ ÁrnA MAgnúSSYnI