Gripla - 20.12.2014, Page 132
GRIPLA132
explanations seem possible: (a) these lines had not been read under
Árni Magnússon’s auspices, and ÍB 169 is an independent copy of
the original in M – perhaps revising Ásgeir’s text in AM 146, in
which case it must postdate the transfer of torfæus’s manuscripts
to Denmark after his death in 1719; (b) they had indeed been read,
but Árni found the text doubtful and suppressed it in the copy he
sent to norway — in which case ÍB 169 may be a sister text of AM
146 or even, if early enough, its source. A more thorough treatment
of this problem is clearly needed.
Sé fyrri möguleikinn réttur, að textarnir í 169 og 146 hafi verið lesnir
sjálfstætt úr Möðruvallabók, mætti búast við einhverjum efnislegum mun
á þeim. Munurinn er hins vegar eingöngu í stafsetningu og atriðum sem
rekja má til lagfæringa 146 á 169.13 um síðari möguleikann, að Árni hafi
stytt kviðuna, gildir óvissa um aldur uppskriftarinnar í 169 því að hún
þyrfti eðli málsins samkvæmt að vera a.m.k. frá 17. öld til þess að vera
eldri en uppskrift 146. góðar líkur eru á að svo sé vegna vatnsmerkis sem
er í pappír kviðunnar.14 óvissa er einnig um hvort forrit 146 hafi skort
vísuorðin átta þótt Chesnutt geri ráð fyrir því, en eins og hér verður sýnt
er hluti afritsins frá Árna líklega varðveittur í pappírshandritinu AM 554 f
4to þar sem kviðan var sýnilega „stutt“.
3. Kviðan frá Árna
vænlegur staður til að leita að forriti kviðunnar í 146 er á meðal þeirra
handrita sem Árni eignaðist eftir Þormóð torfason. Í skrá Árna um þessi
handrit er Arinbjarnarkviðu að sönnu getið og hún kölluð „ólæsileg“. Árni
segir ennfremur að Ásgeir Jónsson hafi skrifað hana „ex Codice meo,“ sem
eðlilegast er að skilja þannig að ritað hafi verið beint eftir Möðruvallabók.15
13 nokkur rökstuðningur fyrir þessu er í grein minni „Arinbjarnarkviða – varðveisla,“ en taka
mætti saman enn ítarlegri greinargerð þessu til stuðnings.
14 vatnsmerkið er með skjaldarmerki Amsterdamborgar og fangamarkið Aj stendur undir.
Rannver H. Hannesson, forvörður í Landsbókasafni-Háskólabókasafni, telur sterkar líkur
á að pappírinn sé frá þremur seinustu áratugum 17. aldar, sbr. athugun hans á blöðum 16–21
í íB 169 gerða fyrir höfund 28. apríl 2014.
15 AM 435 b 4to: Catalogus librorum manuscriptorum Thormodi Torfæi; sbr. Arne Magnussons
i AM. 435 a–b, 4to indeholdte håndskriftfortegnelser, 78.