Gripla - 20.12.2014, Side 134
GRIPLA134
„eigils drapa skallagrims sonar um Arinbiorn. su hin olæselega, ex
Codice meo, manu Asgeiri.“ Varðveitt óheil en hefur haft blaðsíðutöl
275−79. Bls. 279 er nú titilsíða eftirfarandi Kormáks sögu:
„Kormaks Saga, manu Eyolfi.“ AM 554 f 4to, bls. 279–334.
„stjornu Odda draumur, prior pars manu eyolfi, posterior manu
Asgeiri.“ AM 555 í 4to, bls. 337-368.
Árni nefnir ekki hvað stóð á bls. 334–36. Krotað er yfir texta á bls. 334 sem
stendur aftast í Kormáks sögu AM 554 f, en eitt blað með bls. 335 og 336 er
týnt.19
Þar sem Eyjólfur og Ásgeir sátu ekki saman við skriftir nema á náms árum
sínum í Kaupmannahöfn 1687−88 hljóta bls. 253–74 í öðr um hluta (með
Hrómundar sögu) og bls. 337–68 (með Stjörnu-Odda draumi) að vera frá
þeim árum,20 og nær öruggt er að það á einnig við um Arinbjarnarkviðu
og Kormáks sögu sem á milli stóðu. Þetta þýðir að umrædd uppskrift
Arinbjarnarkviðu hefur verið skrifuð 1687–88 í kaupmannahöfn, þaðan
sem hún mun hafa farið til Noregs og orðið forrit Arinbjarnarkviðu í AM
146 fol.
Arinbjarnarkviða stóð á tveimur blöðum (bls. 275–78), sem er mátulegt
pláss ef hver langlína tekur eina línu í handriti (eins og í 169) og línubil
er eins og í Kormáks sögu í AM 554 f, en eftir að þau voru fjarlægð
stóð eftir stakt blað í lokakveri Hrómundar sögu og annað stakt blað í
upphafskveri Kormáks sögu. Þessi stöku blöð hafa því myndað tvinn með
glötuðum blöðum Arinbjarnarkviðu. síðustu fjórar langlínur kviðunnar
lentu á bls. 279, núverandi titilsíðu Kormáks sögu. Þegar Árni skildi blöðin
með Arinbjarnarkviðu frá Kormáks sögu hefur hann væntanlega skrifað
þessar langlínur upp og látið þær fylgja kviðunni í sérstöku hefti, en síðan
krotað yfir þær samkvæmt venjulegu vinnulagi sínu og er það sérstaklega
rækilega gert á titilsíðu Kormáks söga; sagan hefst hinum megin á sama
blaði (sjá Mynd 1). Arinbjarnarkviða er hér vissulega ólæsileg en þó sést
í brúna há- og síðleggi á stöfum eins og g, d, p, h og s sem standa upp úr
eða niður úr svörtu krotinu. Þetta er nóg til að staðfesta að textinn er úr
Arinbjarnarkviðu og einnig sjást ýmis einkenni uppskriftarinnar.21
19 Það sést ekki með auðveldum hætti hvaða texti þetta er.
20 Már Jónsson flokkaði handritin AM 587 b 4to og AM 555 í 4to með þeim ritum sem Ásgeir
Jónsson skrifaði 1686–88, sbr. Már Jónsson, „Skrifarinn Ásgeir Jónsson,“ 285.
21 Sjá dæmi um árangursríkan lestur á texta undir yfirkroti Árna hjá Peter Springborg, „Hvad