Gripla - 20.12.2014, Page 137
137
Í 169 er orðið „kviðum“ skrifað með „d“ og „u“ með nefbandi en í 146 er
skrifað „ð“ og „um“. Í 169 er orðið með skrifað „mz“ en í 146 er skrifað
„með“. Það sem stendur í 554 líkist „mz“. Á síðu 99v í Möðruvallabók er
stafurinn ð hvergi notaður og því er fylgt í 169. í 146 er hann skrifaður
eins og í nútímastafsetningu (eins og sést á meðfylgjandi myndum). Í 146
eru m.a. orðin heiptkviðum, auðar, fjörðum og niðja rituð með ð. Í 554 sést
talsvert í leggina á d í þessum orðum en hvergi sést strik í gegnum þá.
Í 554 er notuð sama aðferð til að sýna erindaskil og í uppskriftinni í 169,
en þar eru þau táknuð með því að fyrsta langlína erindis byrjar fremst í línu
en aðrar langlínur eru inndregnar (sjá Mynd 2a). Þetta er óvenjuleg aðferð.
Í 146 notaði Ásgeir Jónsson hins vegar algenga aðferð við erindaskil með
fyrstu línu inndregna (sjá Mynd 2b). eyjólfur Björnsson notaði sömuleiðis
hefðbundna aðferð í Stjörnu-Odda draumi, sem var í öðrum bókarhluta
líkt og Arinbjarnarkviða. Erindaskil í 554 benda því til náinna tengsla við
169. erindaskil eins og þau sem viðhöfð eru í 169 hentuðu vel til að skrifa
upp Arinbjarnarkviðu eftir Möðruvallabók.24 Þar var textinn svo máður
að sums staðar var erfitt að greina nokkuð nema hástafi, sem jafnan eru
skýrari en aðrir stafir, en með þeim mátti giska á fyrstu orð erinda og skrifa
þau fremst í línu. Þetta átti sérstaklega við um textann í neðri helmingi
síðari dálks. Guðbrandur vigfússon sá sömu hástafi og birti í útgáfu sinni
á kviðunni 1883 og þeir hafa líklega verið greinilegri á dögum Árna og
skrifara hans.25
framantalin atriði sýna að uppskriftin í AM 554 f sem send var til
Noregs var lík uppskriftinni í íB 169, en sama texta vantaði í hana og
vantar í AM 146 (sjá Viðauka). Það sem vantar er niðurlagið (átta vísuorð
og upphafsorð fjögurra erinda) og leshátt við orðið fégrimmr, en ekki eru
leshættir við önnur orð í þessum hluta kviðunnar.
24 Í ÍB 169 eru upphafsorð fjögurra erinda sem vantar til viðbótar við vísuorðin átta í AM 146.
sjá Viðauka og grein mína „Arinbjarnarkviða ― varðveisla,“ 23–24, með samanburði við
lestur guðbrands og það sem sést á innrauðum myndum.
25 Á þessu er undantekning varðandi upphaf 24. erindis, sjá Þorgeir Sigurðsson, „Arin bjarnar-
kviða – varðveisla,“ 24.
ARINBJARNARKVIÐA – uPPSKrIft frÁ ÁrnA MAgnúSSYnI