Gripla - 20.12.2014, Qupperneq 149
149
dregnar um málstig skáldsins eins og hér verður skýrt frá. fornlegt má
telja efirfarandi:
1. Hljóðunum i/í/ei og y/ý/ey er haldið í sundur.12 kringdu hljóðin
ríma við þau ókringdu í skothendingum (4.3, 7.7, 22.7) en ekki í
aðalhendingum (1.2, 2.2, 2.6, 3.4, 4.2, 4.6, 5.2, 5.8, 6.6, 9.2, 10.6,
12.6, 12.8, 14.4, 15.8, 16.2, 16.6, 16.8, 17.4, 18.8, 20.4, 20.8, 21.8, 22.4,
23.4, 24.8, 25.2, 25.6, 26.2, 26.4, 26.8). Hugsanleg undantekning er
vísuorð 18.8 ‘madur plycktugur at lyktum’ en tökuorðið pliktugur
hefur ekki kringt hljóð í grannmálunum. Hins vegar er það ritað
með y í öllum þremur heimildum og stendur hér í aðalhendingu
við lyktum. Má því velta fyrir sér hvort orðið hafi haft kringt hljóð í
munni skáldsins, hvernig sem á því stendur.
2. Rímað er saman vá og á í vísuorði 13.6.
3. kvæðið er ort í samræmi við forna hljóðdvöl og er hvergi brot að
finna.
4. kvæðið hlítir fornum hömlum um orðagerð í lok vísuorðs.13
Þessi fornlegu einkenni útiloka ekki að kvæðið gæti verið nýsamið þegar
það var skráð á 713. Þau myndu þó heldur benda til að það sé svolítið
eldra.
unglegt má telja eftirfarandi:
1. Rímað er saman e og é í vísuorði 18.4.
2. Það kemur ekki fyrir að j stuðli við sérhljóð.
3. forliður er notaður ótæpilega (1.7, 2.6, 2.8, 3.4, 5.4 o.s.frv.). Hann
kemur ekki fyrir í þeim dróttkvæðu helgikvæðum sem tekin hafa
verið upp í dróttkvæðaútgáfur.
12 Sjá ítarlegast guðvarður Már gunnlaugsson, Um afkringingu á /y, ý, ey/ í íslensku (reykjavík:
Málvísindastofnun Háskóla Íslands, 1994).
13 Haukur Þorgeirsson, Hljóðkerfi og bragkerfi. Stoðhljóð, tónkvæði og önnur úrlausnarefni í
íslenskri bragsögu ásamt útgáfu á Rímum af Ormari Fraðmarssyni (Doktorsritgerð við Háskóla
Íslands, 2013), 163, 227. ritgerðin er aðgengileg á vefsíðunni http://notendur.hi.is//
~haukurth/Hljodkerfi og bragkerfi.pdf.
DrÓttKVÆÐ ur HEIMSÓ SÓ MI