Gripla - 20.12.2014, Page 272
GRIPLA272
Skarðsbók Jónsbókar (AM 350 fol.) og Codex Scardensis, sem seðlabanki
Íslands hafði keypt 1965 á uppboði í London og gefið íslensku þjóðinni.
ólafur rakti sögu þessara tveggja handrita og sýndi fram á að þau hefðu
verið í höndum Skarðverja um hríð, en síðan sneri hann sér að handritum
sem hann taldi vera úr sama skrifaraskóla. Hann sýndi m.a. fram á að AM
239 fol. er sumpart forrit nokkra sagna í Codex Scardensins og þar gat
Ólafur lesið hluta af línu frá því um 1400 þar sem skrifað er að bókin sé
eign klaustursins að Helgafelli. Þar með ályktaði ólafur að þau handrit sem
hann hafði fjallað um væru sennilegast skrifuð á því lærdómssetri, enda
höfðu flest þessara handrita að geyma kristilegt efni.
Þó að handritarannsóknir yrðu meginverkefni ólafs eftir að hann
fluttist til Íslands þá gaf hann sér einnig tíma til ritskýringar. Má í því
vetfangi minna á grein hans um Sagnaritun Snorra Sturlusonar (1979),
skýringu hans á nafninu ‚Sæla‘ sem hann telur vera útleggingu á örnefninu
,Mostur‘ (1984), og síðast en ekki síst grein hans um Morgunverk Guðrúnar
Ósvífursdóttur (1973). eins og öðrum starfsmönnum Handritastofnunar og
síðar Árnastofnunar var Ólafi mjög í mun að fræðin næðu eyrum venjulegs
íslensks lesanda. Hann hefur þau orð um útgáfur stofnunarinnar, að þær
eigi að vera „undirstöðuútgáfur, og er ætlast til að fullnægjandi grein sé
gerð fyrir varðveislu þess verks sem út er gefið. Þær eiga að vera lykill til að
komast að sem upphaflegustum texta og undirstaða að öðrum útgáfum. en
þessar bækur les almenningur á íslandi ekki. Þær sjást ekki í bókahillum
nema hjá einstöku söfnurum og fáeinum sérvitringum. Það er ekkert laun-
ungarmál, að þetta hefur valdið starfsmönnum Árnastofnunar áhyggjum,
og af þeim sökum höfum við haft ráðagerðir um að sinna ekki eingöngu
þörfum fræðimanna, heldur einnig alls almennings í landinu.“ (1987).
Ólafur varð reyndar einna fyrstur starfsmanna Árnastofnunar til þess
að sinna þessu hlutverki þegar hann gaf út Sögur úr Skarðsbók 1967, sem
var úrval heilagra manna sagna úr Codex Scardensins. Færeyinga sögu gaf
hann tvívegis út með nútímastafsetningu og einnig Jómsvíkinga sögu. Þar að
auki lét hann sér annt um að fornir textar væru gefnir út með samræmdri
stafsetningu fornri, eins og sjá má í útgáfum hans á Eiríks sögu rauða og
þáttum úr Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, Færeyinga sögu og Ólafs
sögu Odds munks Snorrasonar. Þegar ólafur sá um útgáfu fornsagna með
nútímastafsetningu fór hann þá leið að halda í allar fornar orðmyndir og
reyna eins og unnt er að sýna málstig handritanna með rithætti nútíð-