Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 112
SKAGFIRSKA KIRKJURANNSÓKNIN 111
um samskonar torf lög sem lögð hafa verið ofan á eldri grafir og bendir
það til að stundum hafi verið sléttað og fyllt upp í garðana oftar en einu
sinni. Erfitt er að ímynda sér að þessi uppfyllingarlög hafi verið sett niður
án þess að garðurinn væri afmarkaður á einhvern hátt en þar sem grafið
hefur verið út fyrir kirkjugarðsveggina hefur þessi lög ekki verið að finna.
Það má því ætla að margir garðanna hafi verið afmarkaðir með veggjum
frá upphafi. Því er ljóst að mikið hefur verið lagt í þessa garða og útlit
þeirra en allsendis óvíst er hvernig leiðin hafa verið merkt þar sem það
virðist hafa verið sléttað úr þeim. Engin merki um minningarmörk hafa
fundist við rannsóknina. Grafirnar hljóta þó að hafa verið afmarkaðar á
einhvern hátt þar sem grafir virðast sjaldan skarast sem bendir til að menn
hafi þekkt til staðsetningar þeirra.
Í kirkjugarðinum í Keldudal, sem seg ja má að sé upphaf ið að
rannsókninni, komu fram leifar timburkirkju fyrir miðjum garði. Þétt
hefur verið grafið umhverfis kirkjuna en einungis ein barnsgröf hefur
fundist undir vegg eða innan hennar sem bendir til að hún hafi verið reist
f ljótlega eftir að garðurinn var gerður. Ekki hafa enn verið rannsakaðar
kirkjuleifar í öðrum görðum en vísbendingar fundust í jarðsjármælingum
um kirkju í báðum kirkjugörðum á Seylu og er önnur þeirra af lögð fyrir
1104. Einnig benti þúst fyrir miðju garðs á Mið-Grund til kirkju. Hafi
margar elstu kirkjur, líkt og í Keldudal, eingöngu verið úr timbri kunna
ummerki þeirra á yfirborði að vera óveruleg. Kirkjur virðast því vera í
f lestum garðanna þó að ekki sé loku fyrir það skotið að kirkjulausir graf-
reitir kunni að fyrirfinnast.
Grafarumbúnaður er með líku móti á öllum stöðum, einfaldar grafir,
oftast kistulausar, þar sem líkið hefur verið lagt í eftir kristnum formerkjum
með höfuð í vestur og hendur oftast niður með síðum eða yfir lífbein, líkt
og þekkt er úr elstu kristni. Engin merki um trékistur fundust í görðunum
sex en ummerki þeirra kunna þó að vera horfin, sem er merkilegt miðað
við Keldudalskirkjugarð þar sem f lestir höfðu verið kistulagðir. Hvergi
fundust merki um sambland heiðinna og kristinna grafsiða í görðunum
eða um tilvist garða utan heimatúna í námunda við heiðna greftrunarstaði.
Þar sem hægt er að fullyrða um tengsl bæja og kirkjugarða virðast
garðarnir hafa verið á bæjarstæðunum, oft mjög nærri bæjarhúsum. Tveir
garðanna sex sem hér um ræðir tengjast beint færslu bæjarstæða eða
tilfærslu á bæjarhúsum innan bæjarstæða. Á Seylu eru merki um f lutning
garðs um leið og bæjarstæðið er f lutt ofar í landið. Á Steinsstöðum liggur
garðurinn ofan á eldri íveruhúsum eins og kirkjugarðurinn í Keldudal.
Tilfærsla kirkjugarðsins á Seylu bendir til að um 1100 hafi menn talið