Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Side 112

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Side 112
SKAGFIRSKA KIRKJURANNSÓKNIN 111 um samskonar torf lög sem lögð hafa verið ofan á eldri grafir og bendir það til að stundum hafi verið sléttað og fyllt upp í garðana oftar en einu sinni. Erfitt er að ímynda sér að þessi uppfyllingarlög hafi verið sett niður án þess að garðurinn væri afmarkaður á einhvern hátt en þar sem grafið hefur verið út fyrir kirkjugarðsveggina hefur þessi lög ekki verið að finna. Það má því ætla að margir garðanna hafi verið afmarkaðir með veggjum frá upphafi. Því er ljóst að mikið hefur verið lagt í þessa garða og útlit þeirra en allsendis óvíst er hvernig leiðin hafa verið merkt þar sem það virðist hafa verið sléttað úr þeim. Engin merki um minningarmörk hafa fundist við rannsóknina. Grafirnar hljóta þó að hafa verið afmarkaðar á einhvern hátt þar sem grafir virðast sjaldan skarast sem bendir til að menn hafi þekkt til staðsetningar þeirra. Í kirkjugarðinum í Keldudal, sem seg ja má að sé upphaf ið að rannsókninni, komu fram leifar timburkirkju fyrir miðjum garði. Þétt hefur verið grafið umhverfis kirkjuna en einungis ein barnsgröf hefur fundist undir vegg eða innan hennar sem bendir til að hún hafi verið reist f ljótlega eftir að garðurinn var gerður. Ekki hafa enn verið rannsakaðar kirkjuleifar í öðrum görðum en vísbendingar fundust í jarðsjármælingum um kirkju í báðum kirkjugörðum á Seylu og er önnur þeirra af lögð fyrir 1104. Einnig benti þúst fyrir miðju garðs á Mið-Grund til kirkju. Hafi margar elstu kirkjur, líkt og í Keldudal, eingöngu verið úr timbri kunna ummerki þeirra á yfirborði að vera óveruleg. Kirkjur virðast því vera í f lestum garðanna þó að ekki sé loku fyrir það skotið að kirkjulausir graf- reitir kunni að fyrirfinnast. Grafarumbúnaður er með líku móti á öllum stöðum, einfaldar grafir, oftast kistulausar, þar sem líkið hefur verið lagt í eftir kristnum formerkjum með höfuð í vestur og hendur oftast niður með síðum eða yfir lífbein, líkt og þekkt er úr elstu kristni. Engin merki um trékistur fundust í görðunum sex en ummerki þeirra kunna þó að vera horfin, sem er merkilegt miðað við Keldudalskirkjugarð þar sem f lestir höfðu verið kistulagðir. Hvergi fundust merki um sambland heiðinna og kristinna grafsiða í görðunum eða um tilvist garða utan heimatúna í námunda við heiðna greftrunarstaði. Þar sem hægt er að fullyrða um tengsl bæja og kirkjugarða virðast garðarnir hafa verið á bæjarstæðunum, oft mjög nærri bæjarhúsum. Tveir garðanna sex sem hér um ræðir tengjast beint færslu bæjarstæða eða tilfærslu á bæjarhúsum innan bæjarstæða. Á Seylu eru merki um f lutning garðs um leið og bæjarstæðið er f lutt ofar í landið. Á Steinsstöðum liggur garðurinn ofan á eldri íveruhúsum eins og kirkjugarðurinn í Keldudal. Tilfærsla kirkjugarðsins á Seylu bendir til að um 1100 hafi menn talið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.