Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 161
160 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vatn. Þau eru mjög lág og svo hefur það kostað mikið erfiði að grafa þau
á sínum tíma. Þar sem göngin komu upp í skálanum var að sjá að þau
hefðu tilheyrt elsta byggingarfasa hússins, frá 11.-13. öld. Í torfi kringum
gangaopið við skálann mátti finna gosösku úr Kötlu árið 1000 og eru
göngin því að öllum líkindum ekki eldri en það. Gjóska úr Kötlugosi árið
1500 og Heklu árið 1510 lágu óhreyfð töluvert ofan við göngin þar sem
þau höfðu hrunið saman. Það er ljóst að gjóska þessi féll löngu eftir hrun
þeirra. Flest bendir til að göngin séu ekki yngri en frá 13. öld. 66 Ljóst er
að jarðgöngin á Keldum eru dæmigerð fyrir þau mannvirki sem kölluð eru
jarðhús í Íslendingasögum. Líklega hafa þau verið grafin frá Keldnalæk þar
sem lækurinn hefur verið látinn taka við moldinni. Göngin lágu svo um
25 metra leið í norður þar sem þau komu upp við set eða rúmstæði í skála.
Matthías Þórðarson kynnti fund jarðganganna árið 1932 með grein sem
birt var í Árbók fornleifafélagsins og í Lesbók Morgunblaðsins.67 Hans
skoðun er sú að hér muni vera um leynigöng að ræða. Þar veltir hann
fyrir sér hvenær líklegt er að þau hafi verið grafin og hver muni hafa látið
gera þau. Eru einkum tveir möguleikar sem hann telur líklega. Ingjaldur
Höskuldsson hafði tilefni til að reisa sér slík göng eftir Njálsbrennu árið
1011. Ingjaldur hafði brugðist Flosa Þórðarsyni og samsærismönnum hans.
Þeir áttu því harma að hefna. Matthías nefnir einnig Hálfdán og Steinvöru
konu hans sem líklega framkvæmdamenn að mannvirki sem þessu. Telur
Matthías að göngin hafi þá verið grafin árið 1242 eða síðar, en það er þá
sem Þórður kakali fer í liðsbón til mágs síns. Vigfús Guðmundsson skrifaði
svargrein í Lesbókina 68 sama ár og hafði þá nokkrar athugasemdir við
skrif Matthíasar. Vigfús bendir á að göngin sýnist „svo slétt og máð að
innanverðu (nærri skálanum), svo sem þar hefði verið nokkur umgangur,
og strokist við þétta moldarveggina. Kom mjer því í hug, hvort ekki
gæti verið að matvælum hefði verið skotið þangað, sérstaklega til þess
að forða þeim frá ránshöndum og hungurmunnum herf lokkanna, sem
gistu og rændu á Rangárvöllum á Sturlungaöld“. Þess má geta að fremst
í göngunum, næst skálanum, er töluvert rými og er ekki ósennilegt
að göngin hafi verið nýtt sem geymsla á einhvern hátt. Vigfús telur
sennilegast að göngin séu grafin á Sturlungaöld, sennilega á tímabilinu
1230-80. Hálfdán hefur þá sennilega gert göngin og telur Vigfús tvö
tímabil líklegust, þ.e. 1242-49, „meðan Þórður kakali bróðir Steinvarar
húsfreyju á Keldum var að brjótast um og berjast til valda nyrðra“. Hins
vegar bendir Vigfús á að sennilega hefur Þórði aldrei komið til hugar
að ræna systur sína á Keldum þó að Hálfdán mágur hans væri tregur