Gripla - 20.12.2008, Síða 10
GRIPLA8
Miðaldaheimildir geta alloft bóka, einkum máldagar kirkna, klaustra og
biskupsstóla, og á stöku stað er vikið að skriftum tiltekinna manna (öðrum
en bréfaskriftum) og bókagerð. Þetta á t.a.m. við um Guðmund prest
Arason, síðar biskup, séra Þórarin kagga Egilsson á Völlum í Svarfaðardal,
báða á 13. öld, bróður Árna Laurentíusson, Einar djákna Hafliðason, Berg
Sokkason, og Dálk bónda Einarsson á 14. öld og Jón Þorláksson á 15.
öld.3 Vera má að varðveitt séu handaverk allra þessara skrifara, en ekki
eru þekktar með neinni vissu rithendur fleiri en tveggja þeirra, séra Einars
Hafliðasonar og Jóns Þorlákssonar, og verður komið að því síðar.
Eins og getið var í upphafi eru flest íslensk miðaldahandrit skrifuð af
ónafngreindum mönnum, en þó eru nokkrar undantekningar; það er til að
skrifarar segi sjálfir til sín ellegar að samtímamenn þeirra hafi gert það.
Kunnasta dæmið um þetta er Flateyjarbók, sem er einstök í sinni röð
m.a. að því leyti að á fremsta blaði bókarinnar er formáli þar sem nefndur
er eigandi bókarinnar, Jón Hákonarson, rakið efni hennar í megindráttum,
og sögð deili á ritum hennar:
hefir skrifat Jonn prestr Þordar son fra Eireki vijdforla og Olaafs
sogurnar baadar. enn Magnus prestr Thorhallz sun hefir skrifat vpp
þadan ok sua þat er fyrr er skrifat. og lyst alla.4
Þessi formáli er skrifaður af Magnúsi presti, og hann hefur ekki aðeins
‘lýst’ bókina alla, þ.e. skreytt hana, heldur hefur hann jafnframt skrifað
allar kaflafyrirsagnir — líka í þeim parti sem Jón prestur hefur skrifað.
Með hendi Magnúsar Þórhallssonar hafa fundist tvær línur í öðru kon-
ungasagnahandriti (Huldu) og stakt blað úr riddarasögu, og hugsanlegt
er að eitt Jónsbókarhandrit sé með hans hendi. Loks eru líkur á því að
Íslendingasagnahandritið Vatnshyrna, sem eins og Flateyjarbók hefur verið
3 Sbr. Stefán Karlsson, „Íslensk bókagerð á miðöldum,“ Íslenska söguþingið 28.–31. maí 1997.
Ráðstefnurit I , ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur K. Björnsson, (Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands/Sagnfræðingafélag Íslands, 1998), 281–95, 283–85
(endurpr. í: Stafkrókar, 225–41, 227–30); Hermann Pálsson, „Um bókagerð síra Þórarins
á Völlum,“ Skírnir 133 (1959): 18–24; Ólafur Halldórsson, „Jónar tveir Þorlákssynir,“
Afmælisrit til dr. phil. Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors 2. júlí 1971 (Reykjavík: Leiftur,
1971), 128–44 (endurpr. í: Grettisfærsla (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1990),
254–70).
4 Flateyjarbok, útg. Guðbrandur Vigfússon og C.R. Unger, (Christiania: P.T. Mallings
forlagsboghandel, 1860), xxix.