Gripla - 20.12.2008, Síða 11
9
skrifað fyrir Jón bónda Hákonarson í Víðidalstungu, hafi verið skrifað af
Magnúsi Þórhallssyni, en af Vatnshyrnu er nú ekki til tangur né tetur.5
Í alfræðihandritinu AM 194 8vo, sem er jafnaldra Flateyjarbók, lýkur
kafla um heimsaldra með dagsetningu ritunar 1387, og síðan er skrifað
með villuletri: „En Olafr prestr Orms son r[i]tadi [i li]tlu stufunne a
Geiradar eyre [ok] hann a alla bokina nema hann hafe gefit mik n[ockur]
um ...“.6 Handritið er þó skrifað af tveimur mönnum, og á spássíu við
læknisfræðikafla, sem hinn skrifarinn hefur ritað, stendur með villuletri:
„Bryniolfr Steinradar son ritade þetta ok er engo nytt“.7
Í heilagra manna sagna handritinu Perg. fol. nr. 2 í Konungsbókhlöðu
í Stokkhólmi stendur þessi fyrirsögn: ‘Her byriar benedictus soghu er
ormur loptz son scrifuade’ (f. 53r). Flestar aðrar sögur í handritinu eru að
einhverju eða öllu leyti með sömu hendi og Benedikts saga, og með sömu
hendi fann Peter Foote enn fremur tvö blöð úr öðru heilagra manna sagna
handriti.8 Ormur er án efa Ormur hirðstjóri, sonur Lopts ríka, sem líklega
hefur fyrst búið á Staðarhóli í Saurbæ, en síðar í Víðidalstungu, og hefur að
öllum líkindum látist ungur fyrir 1450.
Í AM 80 8vo er varðveitt eitt blað úr latneskri messubók, og á þetta
blað hefur skrifarinn ritað með rauðu bleki á milli nótnalínanna m.a.:
Jon Þorlaksson hefir skrifat þessa bok, En hana liet giora biarni son
Junkæra Juars holms, hann gaf hana Jungfrv Mariu ad munkaþuer
… hefir fyrr skrifadr biarne lyst þessa boka fysta, en hann bio
medalfelli j kios sudur … Anno domini M. quadringentesimo
septuagesimo tercio …
Magnús Már Lárusson hefur bent á tvö varðveitt blöð úr messubók
frá Gufudal í Barðastrandarsýslu, sem einnig eru með hendi Jóns Þor-
lákssonar,9 og Jón Helgason vakti síðar athygli á því að fjölmörg varðveitt
blöð úr ótil greindum fjölda latneskra messubóka væru með þessari sömu
5 Stefán Karlsson, „Um Vatnshyrnu,“ Opuscula IV, Bibliotheca Arnamagnæana 30, 179–303
(endurpr. í: Stafkrókar, 336–359); „Íslensk bókagerð á miðöldum,“ 231.
6 Alfræði íslenzk I, útg. Kristian Kålund, STUAGNL 37 (København: S. L. Møllers Bog-
trykkeri, 1908), 54.
7 Alfræði íslenzk I, 62.
8 Lives of Saints. Perg. Fol. Nr. 2 in The Royal Library, Stockholm, útg. Peter Foote, EIMF 4
(Copenhagen: Rosenkilde and Bagger, 1962), 17–18.
9 Magnús Már Lárusson, „Orðubrot frá Gufudal,“ Kirkjuritið 24 (1958): 203–14 (endurpr. í:
Fróðleiksþættir og sögubrot (Reykjavík: Skuggsjá, 1967), 62–72).
BÓ KAGERÐ ARA LÖ GMANNS JÓ NSSONAR