Gripla - 20.12.2008, Side 15
13
frændur, Tómas og Jón Arason“, sagði Jón Helgason í ritgerð sinni.21
Sjálfur impraði hann á möguleika sem Ólafur Halldórsson sýndi síðar
fram á, svo ekki verður um villst, að er réttur: Á Vestfjörðum sat undir
miðja 16. öld prestur að nafni Ari Jónsson — líklega á Stað í Súgandafirði,
þar sem hann kemur við bréf 1539 og 1549. Hann var sonarsonur Solveigar
Björnsdóttur ríka og Jóns Þorlákssonar barnaföður hennar, sem annað
hvort hefur verið bókaskrifarinn frægi ellegar samnefndur bróðir hans.22
Synir séra Ara hétu Tómas og Jón, og bækurnar fjórar sem hér hefur verið
rætt um eru sameiginlegt verk þessara þriggja feðga, sem hafa skrifað svo
líkt að torvelt hefur reynst að greina á milli rithanda þeirra.23
Þetta er nú orðið langt mál um handrit sem Jón biskup Arason og sonur
hans hafa ekki skrifað, en jafnframt eru þessar bækur síðustu dæmin um
að skrifarar segi til sín fyrir siðaskipti — eða um siðaskipti. Áður en lengra
er haldið skal þó aðeins vikið að annarri aðferð við að hafa upp á nöfnum
skrifara.
*
Skrifarar fornbréfa segja ekki til nafns síns fremur en þorri bókaskrif-
ara á miðöldum. Upp á bréfaskrifurum er þó stundum hægt að hafa með
nokkurri vissu, því að í flestum tilvikum er líklegra heldur en hitt að nafn
bréfritarans sé að finna í bréfinu sjálfu — að hann sé málsaðili ellegar meðal
þeirra votta eða dómenda sem gefa bréfið út. Sitji maður með eitt bréf fyrir
framan sig er oftast úr svo mörgum nöfnum að moða að gagnlaust er að
reyna að geta þess til hver skrifað hafi, en hafi fundist tvö bréf eða fleiri
með sömu hendi aukast möguleikarnir á að hafa upp á skrifaranum og
verða að öllum jafnaði meiri eftir því sem bréfin eru fleiri; þá fækkar oftast
þeim mönnum sem hægt er að sjá eða telja líklegt að hafi verið staddir við
allar bréfagerðirnar ellegar haft hagsmuna að gæta við þær.
Ef bréfahönd hefur jafnframt fundist á bók eða bókum, auðveldar
það að sjálfsögðu leitina að skrifara, ef efni bókarinnar veitir vísbendingu
um ritara hennar. Þær forsendur lágu til grundvallar fyrstu ákvörðunum
21 Sama rit, 162.
22 Ólafur Halldórsson, Helgafellsbækur fornar, Studia Islandica 24 (Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, 1966), 25–26.
23 Karl Ó. Ólafsson tókst á við það verkefni að greina að rithendur feðganna í MA-ritgerð
sinni, „Þrír feðgar hafa skrifað bók þessa…“ Um þrjár rithendur í AM 610 4to og fleiri
handritum (Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2006, ópr. ritgerð).
BÓ KAGERÐ ARA LÖ GMANNS JÓ NSSONAR