Gripla - 20.12.2008, Síða 16
GRIPLA14
ónafngreindra skrifara handrita, Hauksbókar, sem að drjúgum hluta er með
hendi Hauks lögmanns Erlendssonar sjálfs,24 og Lögmannsannáls með
hendi séra Einars Hafliðasonar.25
Á síðustu áratugum þykjast menn hafa haft upp á nöfnum þó nokk-
urra bókaskrifara, sem jafnframt hafa reynst vera bréfaskrifarar, án þess
að efni bókar hafi fyrir fram bent í ákveðna átt. Hins vegar hefur vitneskja
um feril handrita stundum beint rannsókninni inn á ákveðnar brautir sem
hafa leitt til niðurstöðu. Þessir skrifarar eru langflestir frá 15. og 16. öld
og nær allir af Norðurlandi og Vesturlandi. Þetta helgast af því að ekki
eru nema rúmlega 100 frumbréf varðveitt fram um 1400, en eftir það fer
þeim að fjölga verulega, og í annan stað eru tiltölulega fá varðveitt bréf frá
Austurlandi og Suðurlandi, en langflest af Norðurlandi — einkum framan
af.
*
Sú spurning hefur e.t.v. vaknað hjá ýmsum hvort unnt sé að ákvarða með
nokkurri vissu hvort tvenn skrif, bréf eða bækur séu með sömu hendi eða
ekki. Við heyrðum áðan um þrjá feðga í Súgandafirði sem skrifuðu svo líkt
að margir glöggir fræðimenn héldu að einn maður hefði skrifað, og um hitt
væri einnig hægt að nefna mörg dæmi — m.a. úr eldri skrifum um hugs-
anlega bókagerð Jóns biskups Arasonar og séra Sigurðar — að tvenn eða
fleiri skrif hafa talin vera með sömu hendi, en rækilegri rannsóknir hafa
leitt í ljós að því fór víðs fjarri. Sú aðferð að fara ekki í „stafa og rithátt-
arsamanburð“ heldur að „fá heildarsýn yfir hendurnar og láta kenndina
segja til“ hefur gefist heldur illa.26 Menn verða einmitt að bera saman
hvern staf og hvert band og stafsetningu að auki. Nú er það svo að tveir
eða fleiri skrifarar geta dregið suma stafi allt að einu og fylgt í veigamiklum
atriðum sömu stafsetningu, en gerð einstakra stafa og banda og stafsetning
ákveðinna hljóða eða hljóðasambanda er á hverjum tíma svo fjölbreytileg að
sameining flestra eða allra breytilegra atriða í þessum efnum hjá tveimur
skrifurum eða fleiri verður fjarska ósennileg. Í þessu sambandi má nefna
24 P. A. Munch, „Om Ridderen og Rigsraaden Hr. Hauk Erlendssön, Islands, Oslo og
Gulathings Lagmand, og om hans literære Virksomhed,“ Annaler for nordisk Oldkyndighed
og Historie 11 (1847): 169–216 og 388–89.
25 Islandske Annaler indtil 1578, útg. Gustav Storm (Christiania: Grøndahl og Søns Bog-
trykkeri, 1888), xxi.
26 Guðbrandur Jónsson, Herra Jón Arason (Reykjavík: Hlaðbúð, 1950), 296.