Gripla - 20.12.2008, Page 19
17
A2. Afhendingarbréf Jóns biskups á Holtastöðum í Langadal til handa
‘vorum kæra frænda Ara Jónssyni’, skrifað á Hólum 7. júní 1529, AM Fasc.
XLVII,20 [DI IX, 490].
A3. Jarðakaupabréf Jóns biskups, Miklagarði í Eyjafirði 17. okt. 1535,
AM Fasc. XLVIII,24 [DI IX, 746–47]. Ari lögmaður er hér nefndur fyrstur
sjö votta, og útgefandi Fornbréfasafns, Jón Þorkelsson segir að bréfið sé
„líklega með hendi Ara ...“.
A4. Jarðakaupabréf Ara Jónssonar, skrifað á Auðkúlu í Svínadal 16. apríl
1543, AM Fasc. L,12 (nú í Þjóðskjalasafni Íslands) [DI XI, 208–209].
A5. Transskriftarbréf (þ.e. vottfest uppskrift) Ara Jónssonar og fjegra
annarra manna á konungshyllingarbréfi Íslendinga 1431, Píningsdómi 1490
og öðrum dómi 1527, DRA Isl. nr. 10 [DI XI, 295–96]. Öll transskríberuðu
bréfin fjalla um takmarkaðan rétt útlendinga til dvalar og atvinnu á Íslandi.
Transskriftarbréfið er gert í Núpufelli í Eyjafirði 7. mars 1544 og hefur
verið sent konungi.
Tvennt er athugandi í sambandi við gerð þessara bréfa. Annað er það
að í transskriftarbréfinu síðastnefnda (A5) er Ari sá fjórði í röðinni af
fimm vottum; tveir þeir fyrst nefndu vóru reyndar lögréttumenn, en ekki
sá þriðji. Yfirleitt virðist vottum vera skipað í röð eftir mannvirðingum,
og Ari var sýslumaður 1544, en hér kynni hógværð skrifara að valda því
að vikið er frá venjulegri mannvirðingaröð. Hitt er það að í þeim tveimur
bréfum sem málsaðilar innsigla auk votta er þess getið með mismunandi
orðalagi: Í jarðakaupabréfi biskups 1535 segir ‘setti hann [þ.e. biskup] sitt
secret með vorum ... innsiglum fyrir þetta bréf’, en í jarðakaupabréfi Ara
við Orm svila sinn Sturluson 1543 segir ‘setjum við Ari Jónsson og Ormur
Sturlason okkur innsigli með fyrrgreindra manna innsiglum fyrir þetta
bréf’; í fyrra tilvikinu er talað fyrir munn vottanna, og í þeirra hópi var Ari,
en í því síðara tala málsaðilar, og Ari var annar þeirra.
Ég hef flett flestum öðrum bréfum frá tímabilinu 1520–70 og hugað að
bréfum sem væru með líku skriftarlagi og þau bréf sem Ari kemur við. Í
hópi þeirra reyndust vera átta bréf sem eru svo lík einhverjum þeirra fimm
bréfa Ara sem talin vóru hér á undan að líklegt hefur þótt eða öruggt að um
sama skrifara væri að ræða.
Fyrst er að telja fjegur bréf frá árunum 1528–29:
B1. Jarðakaupabréf Jóns biskups, skrifað á Hólum 9. apríl 1528, AM
Fasc. XLVII,11 [DI IX, 447–48].
BÓ KAGERÐ ARA LÖ GMANNS JÓ NSSONAR