Gripla - 20.12.2008, Side 20
GRIPLA18
B2. Veitingarbréf Jóns biskups á prófastsdæmi í Skagafirði til handa
‘Magnúsi djákna Jónssyni’ (syni hans), Hólum 26. ág. 1528, AM Fasc.
XLVII,15 (nú í Þjskjs. Ísl.) [DI IX, 465–66].
B3. Jarðakaupabréf Jóns biskups, Hólum 15. júní 1529, AM Fasc.
XLVII,25 (nú í Þjskjs. Ísl.) [DI IX, 491–92].
B4. Orðsending Jóns biskups ‘öllum lögréttismönnum og vors ...
herra kóngsins þegnum’ þess efnis að hann komist ekki til alþingis, en
sér þyki ‘stór nauðsyn að þér útveljið einn ærlegan mann til lögmanns
norðan og vestan á Íslandi’ og að hann ‘hafi eiginlegt bú og peninga í
Norðlendingafjórðungi’. Bréfið er skrifað á Hólum 21. júní 1529, AM
Fasc. XLVII,22 [DI IX, 492–93], og er að sjálfsögðu tilmæli um að Ari
sonur hans verði valinn lögmaður, enda þótt engin nöfn séu nefnd í bréf-
inu.
Þessi fjegur bréf sem nú hafa verið talin virðast öll án efa vera með sömu
hendi og bréfið um Holtastaði 1529 (A2), en þó bera þau — einkum bréfin
frá 1528 — ýmis einkenni jarðakaupabréfsins sem Ari var vottur við það ár
(A1), þannig að tilvist þeirra styrkir þá skoðun að ‘bréf Ara’ 1528 og 1529 séu
með einni hendi þó að skriftarlag þeirra sé ekki alls kostar hið sama.
B5. Dómsbréf sex manna, skrifað í Núpufelli 9. maí 1531, AM Fasc.
XLVIII,1 [DI IX, 575–76]. Dómsmenn eru nefndir af ‘Einari Brynjólfssyni
er þá hafði kóngsins sýslu í Vöðluþingi í umboði Ara Jónssonar lögmanns’.
Þetta bréf er örugglega með sömu hendi og jarðakaupabréfið 1535, sem
Ari var vottur við (A3), en stöku einkenni koma þó betur heim við ‘bréf
Ara’ 1529 (A2) og 1543 og 1544 (A4 og A5), þannig að tilvist þess styrkir þá
skoðun að þessi bréf séu öll með einni hendi.
B6. Forlíkunarbréf Jóns prests Filippussonar, prófasts í Eyjafirði, við
Björn Þorvaldsson vegna barneignabrota, skrifað á ‘Æsistöðum’ í Eyjafirði
19. apríl 1537, AM Fasc. XLIX,2 [DI X, 101–102]. Þetta bréf er allt að einu
skrifað og Auðkúlubréf Ara 1543 (A4).
B7. Dómsbréf tólf presta sem nefndir vóru í dóm af Jóni biskupi á
prestastefnu á Víðivöllum í Skagafirði 7. maí 1540, þar sem Glaumbær í
Skagafirði er dæmdur ‘guðs eign og heilagrar kirkju ... síðan ... Teitur heit-
inn <Þorleifsson> féll frá’. Dómsbréfið er gefið út á Hólum 22. nóv. sama
ár, AM Fasc. XLIX,28a (nú í Þjskjs. Ísl.) [DI X, 571–72].29 Þetta bréf er
án efa með sömu hendi og jarðakaupabréfið 1535 (A3), enda þótt það beri
29 Bréfið er ranglega dagsett 24. nóvember í Íslenzku fornbréfasafni.