Gripla - 20.12.2008, Side 22
GRIPLA20
Aðeins tvö þeirra átta bréfa sem Ari kemur ekki við eru þess eðlis að við því
mætti búast að Ari kæmi þar fram sem vottur, ef hann hefur skrifað þau;
þetta eru jarðakaupabréf biskups 1528 og 1529 (B1 og B3), því að sjálfur er
Ari vottur í þriðja jarðakaupabréfinu á Hólum þessi ár (A1).
Að öllu saman lögðu verður að telja Ara líklegri ritara þessara þrettán
bréfa en nokkurn annan.
*
Þá er að víkja aðeins að þeim tólf frumbréfum sem Ari kemur við auk
þeirra fimm sem þegar hefur verið fjallað um, til þess að huga að því hvort
meiri líkur séu á að hönd hans sé varðveitt á einhverjum þeirra.
Fyrst skulu nefnd tvö bréf frá árinu 1538.
Fyrra bréfið, AM Fasc. XLIX,5 [DI X, 104–105], er skrifað á Hólum
12. mars, og Ari lögmaður er nefndur þar meðal votta að jarðakaupum Jóns
biskups, sem fóru fram á Grund í Eyjafirði sumarið áður.
Síðara bréfið, AM Fasc. XLIX,13 [DI X, 364–66], er dómsbréf frá
Öxar árþingi 1. júní þar sem dómsmenn eru nefndir af Jóni biskupi, hirð-
stjóra og lögmönnum báðum, Erlendi og Ara.
Þessi tvö bréf eru án nokkurs vafa með einni hendi, og hana er að finna
á tveimur eldri bréfum sem Ari kemur ekki við, AM Fasc. XLVIII,5 (nú í
Þjskjs. Ísl.) [DI IX, 612], jarðakaupabréfi Jóns biskups gerðu á Munkaþverá
6. apríl 1532, og AM Fasc. XLVIII,15 [DI IX, 673–74], transskriftarbréfi
gerðu á Hólum 19. júlí 1533.
Þessi fjegur bréf eru með nýtískulegri léttiskriftarhendi, og þess vegna
er skriftin í rauninni ekki sambærileg við skriftina á þeim þrettán bréfum
sem Ara vóru áður eignuð, en smávegis munur á stafsetningu þeirra bréfa og
þessara virðist þó skera úr um að ekki geti verið um sama skrifara að ræða.
Með sömu hendi og þessi léttiskriftarbréf er að öllum líkindum eitt bréf
enn sem Ari lögmaður kemur við. Það er DRA Isl. nr. 17 [DI X, 536–540],
skrifað á almennilegu Öxarárþingi 30. júní 1540. Bréfið er til konungs
frá Jóni biskupi, Ara lögmanni og nefndarmönnum og lögréttumönnum
norðan og vestan á Íslandi, þar sem fjallað er um konungsbréf ‘sem nokkuð
uppá hljóða umskipti kennimannlegs embættis og kristilegra siða’ og síðan
rakinn yfirgangur Claus fógeta van der Mervitz á Íslandi og konungur beð-
inn að ‘setja ekki þenna Claws þar fyrir fóeta og eigi nokkurn þann mann
sem ekki veit eða heldur landsins lög og ekki er af danskri tungu’. Skriftin
á þessu bréfi er skartmeiri en á þeim fjórum bréfum sem um var talað hér