Gripla - 20.12.2008, Side 25
23
Nú vill svo til að varðveitt er Jónsbókarhandrit þar sem fyrirsagnir
eru náskyldar þessum fyrirsögnum úr Codex Arianus. Mesti munurinn
liggur í því að sumar fyrirsagnir eru mislangar, en á því er sú skýring sem
ég nefndi, þ.e.a.s. sú að rúm fyrir fyrirsögn hefur verið mismikið. Þetta
handrit er AM 153 4to, sem er eitt af fallegustu lögbókarhandritum 16.
aldar. Einkum eru upphafsstafir bálka skrautlegir og gylltir með miklu
rósaflúri, ólíku lýsingum íslenskra handrita, og þetta flúr teygir sig út
á spássíurnar.32 Fyrirsagnirnar í 153 eru með annarri hendi en sjálfur
lagatextinn, og þær bera þess öll merki að vera skrifaðar með þeirri hendi
sem ég eignaði Ara lögmanni hér á undan. Þær eru ólíkastar elstu bréf-
unum, en hafa einkenni sem koma fram í bréfunum 1531–46.
Lagatextinn sjálfur í 153 er hins vegar án efa með sömu hendi og tvö
bréf sem Ari kemur við, skrifuð í Kalmanstungu í Borgarfirði 27. júní 1541,
DRA Isl. nr. 23 og 24 (það síðarnefnda nú í Þjskjs. Ísl.) [DI X, 622–24 og
626–27], og með sömu hendi eru einnig a.m.k. fjegur og líklega fimm bréf
önnur frá árunum 1526–46, sem öll snerta Jón biskup Arason og hans
fólk.33 Af 153 má ráða að sá skrifari sem þarna hefur haldið á penna hefur
verið samverkamaður Ara og líklega ritað lögbókina undir umsjón hans.
Með hendi þessa samverkamanns Ara eru einnig Perg 4to nr. 24 í
Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, Alexanders saga og Rómverja sögur,
báðar óheilar, og AM 238 III fol., tvö blöð úr sögu heilagrar Önnu.
Fyrirsagnir í Stokkhólmshandritinu virðast vera með sömu hendi og meg-
inmál, en á Önnu sögu brotunum eru fyrirsagnir svo daufar að þar verður
ekki úr því skorið hvort svo sé.34
Árni Magnússon fékk 153 frá bókasafnaranum Frederik Rostgaard,
32 Sjá Halldór Hermannsson, Illuminated Manuscripts of the Jónsbók, Islandica 28 (Ithaca:
Cornell University Press, 1940), 15–16.
33 Í samtali okkar á útmánuðum 2006 nefndi Stefán eftirtalin bréf í þessu sambandi: AM
Fasc. XLVII, 3 (1526 — DI IX, 351–52); AM Fasc. LXVII, 8 (1542 – DI XI, 156–57), AM
Fasc. L, 14 (1543 – DI XI, 252–53) og AM Fasc. LI, 4 (1546 – DI XI, 507). Hann hafði þó
fyrirvara á um það hvort LXVII, 8 væri með sömu hendi og lögbókin. – SÓ.
34 Þorbjörg Helgadóttir hefur sýnt fram á að brotið AM 598 IIIα 4to sé úr sömu bók og
Perg 4to nr. 24 (Rómverja sögur, útg. Þorbjörg Helgadóttir (Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar, in spe)). Stefán taldi að sömu skrifarahönd væri að finna á AM 584 4to sem
geymir Hektors sögu og á hluta rímnabókarinnar AM 603 4to. Um rímnahandritið tók
Stefán fram að það væri rangt sem Björn Karel Þórólfsson hélt fram, að það væri með einni
hendi (sjá Rímur fyrir 1600, Safn Fræðafjelagsins IX (Kaupmannahöfn: S. L. Møller, 1904),
4). Á aftasta hluta bókarinnar (að síðasta blaðinu undanskildu) væri rithönd sem gæti verið
hönd 24–skrifarans. – SÓ.
BÓ KAGERÐ ARA LÖ GMANNS JÓ NSSONAR