Gripla - 20.12.2008, Side 27
25
asarguðspjalli, um boðun Maríu, fund hennar og Elísabetar, fæðingu
Jó hannesar og fæðingu Jesú.
Páll Eggert hefur það úr Biskupasögum séra Jóns Halldórssonar, að
því er virðist, að Ari hafi verið „vel latínulærður“.38 Það er ég ekki, en ég
hef borið þessar ritningargreinar í Margrétar sögu handritinu saman við
Vulgata-texta, og það skeikar varla staf hjá Ara.
Bænirnar í 433 c eru bænir fyrir jóðsjúkum konum, enda hefur handritið
allt verið ætlað þeim til hjálpar. Það er í mjög litlu broti eins og flest
Margrétar sögu handrit, 9 x 7,3 sm, og 56 blöð. Rithöndin er sviplík frá
upphafi til enda, líkust skriftinni á bréfum Ara 1535–44.
Árni Magnússon fékk 433 c frá Páli lögmanni Vídalín, en hann frá
séra Guðmundi Bjarnasyni prests að Vesturhópshólum Þorsteinssonar.
Móðir séra Bjarna hét Margrét og var Bjarnadóttir frá Skriðu í Hörgárdal.
Nafnið ‘mar griet biarnadotter’ stendur með 17. aldar hendi á öftustu
blaðsíðu handritsins, og er ekki ósennilegt að það sé sama Margrétin.
Móðir Margrétar var Halldóra dóttir séra Björns Jónssonar, bróður Ara,
og Steinunnar Jónsdóttur frá Svalbarði í Eyjafirði, þannig að freistandi er
að ætla að Ari lögmaður hafi skrifað þetta Margrétar sögu handrit fyrir
mágkonu sína. Þau Steinunn og séra Björn vóru að sjálfsögðu ekki gift, en
þau gerðu með sér kaupmála 1533 og eignuðust a.m.k. sjö börn, svo að ekki
hefur verið vanþörf á Margrétar sögu handriti á heimili þeirra.
Af öðru handriti guðrækilegs efnis eru aðeins varðveitt tvö blöð, AM 720
a V 4to. Þau eru úr helgikvæðahandriti, og hefur þetta kvæðisbrot sem
varðveitt er verið nefnt Píslarvísur eða Píslardrápa. Brotið hefst í píning-
arsögunni, en síðan er haldið áfram um upprisu, uppstigningu og efsta
dóm, og síðustu varðveittu erindin eru eins konar skriftarmál, þar sem
skriftaðar eru dauðasyndir. Þar í eru þessi erindi:
Lostagirndina lifandi næsta
ljótlega hefi eg guði í móti
framið og gjört af fölsku hjarta
í fæði ofneyslu matar og klæða.
38 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir I, 100.
BÓ KAGERÐ ARA LÖ GMANNS JÓ NSSONAR