Gripla - 20.12.2008, Page 28
GRIPLA26
Ofdrykkjan mig einatt blekkti,
illa kunni eg henni að stilla.
Svefn og leti mig sótti jafnan,
synda þungi og slíkar myndir.
Þetta kvæði er ekki varðveitt annars staðar.
720 a V er að skriftarlagi líkast transskriftarbréfinu frá 1544 (A5), sem
sent var konungi, en kvæðablöðin eru þó ekki eins ofhlaðin óþarfa-lykkjum
og bréfið er.
Um feril þessara blaða er ekkert kunnugt.
Var þá Ari lögmaður eingöngu upp á lögfræði, kirkjustjórn og guðsorð í
bókagerð sinni? Ekki öldungis.
AM 548 4to hefur að geyma Vilhjálms sögu sjóðs, en hún ber þess
merki að vera ekki skrifuð í einni striklotu. Mestur hluti bókarinnar er
áþekkastur ‘bréfum Ara’ frá 1535–43, en þegar komið er aftur á 29. blað
er skriftin farin að bera ögn meiri keim af transskriftarbréfinu 1544 (A5).
Þegar þarna er komið sögu hefur skrifarinn verið orðinn skinnlítill, því að
30. blað (sem er aftara blað í næstinnsta tvinni í næstsíðasta kveri) er ekki
nema helmingur að breidd miðað við önnur blöð. Neðst á 29. blaði er skrif-
arinn orðinn ögn mæddur og skrifar neðst á spassíu: ‘mikit er enn epter
oskrifat af sogvnne’, og framan á blaðgeirann nr. 30 skrifar hann á spássíu:
‘Anno domini àd xl iij \ hier verdr nv at bijda.’ En skinn hefur fengist, þó
að síðustu blöðin séu ekki öll alveg jafnstór, og stundir til skrifta hafa orðið
einhverjar. Frá og með 31. blaði ber skriftin öll einkenni bréfsins frá 1544,
en skriftirnar detta niður á 39. blaði, efst á síðu — í miðri setningu. Hér
hefur skrifarinn orðið að víkja frá verki sínu af mikilli skyndingu og ekki
sest við það aftur.
Síðar á 16. öld hefur verið skrifað á spássíu bókarinnar (f. 9r): ‘nv fellvr
at i biarneyar vog og rennur snart saman ii svndinv’. Hér er komið vestur á
Breiðafjörð. Staðarhólskirkja í Saurbæ átti Bjarneyjar, og við getum hugsað
okkur að Helga húsfreyja Aradóttir á Staðarhóli hafi haft Vilhjálms sögu
föður síns til dægradvalar úti í eyjum. Ekki hefur hún þó verið ánægð með
að niðurlag sögunnar vantaði, en úr því hefur verið bætt. Það er á rúmu
blaði í bókinni — með hendi mágs Helgu Aradóttur, Magnúsar prúða
Jónssonar, bróður Staðarhóls-Páls.
Fljótlega hefur þó bókin gengið úrættis, en minningin um uppruna