Gripla - 20.12.2008, Page 29
27
hennar hefur þó lifað fyrir vestan. Á hana hefur verið skrifað um 1600:
‘halldor Bonde j garps dal liedi mier bok þessa oc er nordlendsk’ (39 r).
*
Ég skal nú láta þessu bókaspjalli lokið. Eins og einatt vill verða í hugvís-
indum, þá hefur ekki verið komist að einhlítum niðurstöðum. Það er aldrei
að vita hvenær maður hjálpar erroribus á gang. Reynt hefur verið að vega
líkur, og úr því að flest hefur borið að sama brunni, samanburður rithanda
og staksteinar á ferli handrita, þykir mér að hafa megi það fyrir satt að þær
bækur sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni séu skrifaðar í námunda við
Ara lögmann Jónsson — og líklega af honum sjálfum.
Að allra síðustu tvær spássíugreinar:
Þegar Ari — segjum við — ungur maður skrifar registur yfir skrárnar
um þær miklu kirkjueignir sem faðir hans hafði þá fengið völd yfir, skrifar
hann efst á spássíu: ‘bo[nu]m principium habet bonum finem’. Þegar hann
síðar, á fertugsaldri eða um fertugt, grípur í að skrifa Vilhjálms sögu sjóðs
mitt í átökum siðbreytingarinnar, skrifar hann neðst á spássíu (f. 21r):
‘vollt er verolldin’.
RITASKRÁ
Alfræði íslenzk I. Útg. Kristian Kålund. STUAGNL 37. København: S. L. Møllers
Bogtrykkeri, 1908.
Alfræði íslenzk III. Útg. Kristian Kålund. STUAGNL 45. København: S. L. Møllers
Bogtrykkeri, 1917–18.
Árni Magnússons levned og skrifter II. København: Gyldendalske boghandel, 1930.
Björn Karel Þórólfsson. Rímur fyrir 1600. Safn Fræðafjelagsins 10. Kaup-
mannahöfn: S. L. Møller, 1904.
DI = Ísle nzkt fornbréfasafn. Kaupmannahöfn/Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1857–.
Finnboga saga hins ramma. Útg. Hugo Gering. Halle: Verlag der Buchhandlung
des Waisenhauses, 1879.
Flateyjarbok. Útg. Guðbrandur Vigfússovn og C.R. Unger. Christiania: P.T.
Mallings forlagsboghandel, 1860.
Guðbrandur Jónsson. Herra Jón Arason. Reykjavík: Hlaðbúð, 1950.
Guðvarður Már Gunnlaugsson. Sýnisbók íslenskrar skriftar. 2. útgáfa. Reykja vík:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2007.
Halldór Hermannsson. Illuminated Manuscripts of the Jónsbók. Islandica 28. Ithaca:
Cornell University Press, 1940.
BÓ KAGERÐ ARA LÖ GMANNS JÓ NSSONAR