Gripla - 20.12.2008, Page 33
31
✝ STEFÁN KARLSSON
SKRIFANDI BÆNDUR 16491
SUMARIÐ 1649 vóru Friðriki konungi þriðja svarnir hollustueiðar á alþingi
af fulltrúum lærðra manna og leikra. Þessa eiða skyldu sverja biskuparnir
báðir, 18 prófastar og prestar, lögmenn báðir, sýslumenn allir og tveir
lögréttumenn og tveir lögskilabændur úr hverri sýslu og einn úr Vest-
mannaeyjum.2 Undanfari þeirrar eiðatöku var sá að prófastar og sýslumenn
um allt land gengust fyrir því í maí og júní um vorið að leikmenn á þingum
og prestar á prestastefnum samþykktu hverjir fara skyldu með umboð
þeirra á alþingi í þessu efni og lofuðu að halda þá eiða sem þeir sverðu
þar.
Skjöl um þetta efni úr héruðunum eru varðveitt í Ríkis skjalasafni
Dana í deildinni „Island, Færø og Grønland“ og eru skjöl leikmanna nr.
42, skjöl Hólaklerka nr. 43 og skjöl Skál holtsklerka nr. 44. Ljósmyndir af
1 [Þessi grein fannst í fórum Stefáns Karlssonar eftir lát hans 2. maí 2006, dagsett í
febrúar 1989. Í ritaskrá hans, sem hann hafði gert sjálfur, er greinin nefnd undir liðnum
„Ófrágengnar greinar“ ásamt eftirfarandi athugasemd: „Þarfnast smávegis lagfæringa að
ábendingum sagnfræðinga.“ Greinin virðist að öðru leyti vera fullbúin af hálfu höfundar.
Helgi Þorláksson prófessor (HÞ) var svo vinsamlegur að lesa greinina yfir og er honum hér
með þakkaður sá greiði. Nokkrar athugasemdir Helga eru álitamál af því tagi að rétt þótti
að birta þær, en þær eru hafðar innan hornklofa neðanmáls. Að auki jók ég við ritaskrá,
uppfærði eina heimild og bætti við tölum um fjölda nafna í bréfum úr Ísafjarðarsýslu; þær
tölur eru innan hornklofa. Guðvarður Már Gunnlaugsson]
2 Jón Þorkelsson og Einar Arnórsson, Ríkisréttindi Íslands: skjöl og skrif (Reykjavik: Sigurður
Kristjánsson, 1908), 92–104. [Það kemur ekki fram í bréfi konungs til Íslendinga um
hyllinguna að bændurnir verði að vera lögskilabændur (en e.t.v. voru ekki aðrir kallaðir
„bønder“) (Kongelige Allernaadigste Forordninger og aabne Breve som til Jsland ere udgivne af De
Høist-priselige Konger af den Oldenborgiske Stamme 3 [M[agnús] Ketilson, útg.]. (Kiøbenhavn:
1787), 10). Í Fitjaannál stendur að „tveir lögréttumenn, og tveir lög skilabændur af hverri
sýslu, og einn af Vestmannaeyjum“ eigi að sverja, en síðar að „tveir lögrettumenn og tveir
bændur úr hverri sýslu“ hafi svarið eiðana (í einu handriti er orðinu „skilríkir“ bætt við
framan við „bændur“) (Annálar 1400–1800 II (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1927–32), 160, 162). Í Vallholtsannál og Sjávarborgarannál er einungis talað um
bændur (Annálar 1400–1800 I (Reykjavik: Hið íslenzka bókmentafélag, 1922–27), 335–
36; Annálar 1400–1800 IV (Reykjavik: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1940–48), 287).
Ábending frá HÞ.]
Gripla XIX (2008): 31–50.