Gripla - 20.12.2008, Side 34
GRIPLA32
þessum skjölum eru til á Árnastofnun í Kaupmannahöfn og Árnastofnun
í Reykjavík.
Skjöl þessi vóru gefin út af Jóni Þorkelssyni eftir uppskrift Guðbrands
Jónssonar,3 en því miður er þeirri útgáfu mjög ábóta vant. Sumpart vantar
þar skjöl klerka úr Skaftafells- og Borgarfjarðarsýslum,4 en þau skjöl eru
á sínum stað nú. Auk þess hefur verið hlaupið yfir fáein nöfn, þó nokkur
nöfn eru mislesin, loks eru margar villur í texta skjalanna, sumar á þann
veg að textinn breytir um merkingu eða verður óskiljanlegur.
Fyrir rannsóknir á rithöndum Íslendinga á 17. öld eru hyllingarskjölin
einstök fróðleiksnáma, því að í þeim er að finna eiginhandarundirskriftir
nær allra presta landsins 1649 og h.u.b. sex hundruða leikmanna. Nöfnin
ein eru að vísu takmark aður saman burðargrundvöllur, en sumpart er hægt
að nota þau til þess að sýna fram á að tiltekinn maður hafi ekki skrifað til-
tek ið handrit, og sumpart geta þau dugað til að sanna eða gera senni legt að
svo sé, ef önnur rök gera nafnbera líklegan ritara handrits.
*
Tilgangur þessarar ritgerðar er ekki að gera grein fyrir skriftarrannsókn,
heldur að kanna hvort unnt sé að draga ein hverj ar ályktanir af þessum
skjölum um það hve mikill hluti íslenskra bænda hafi verið skrifandi um
miðbik 17. aldar.5
Ljóst er af flestum skjölum leikmanna að frá hyllingar málunum hefur
verið gengið á þingum í maí, og í mörgum skjalanna eru þau nefnd mann-
talsþing. Þingin hafa sum verið haldin fyrir einn hrepp, en önnur fyrir
fleiri.6 Þau skjöl sem á þessum þingum hafa verið gerð og staðfest með
undirskriftum eru flest varð veitt í frumriti, en í fáeinum tilvikum hafa þau
3 Skjöl um hylling Íslendinga 1649 við Friðrik konung þriðja með viðbæti um Kópavogssærin 1662
[Jón Þorkelsson útg.], Sögurit XII (Reykjavík: Sögufélag, 1914).
4 Sama rit, 88.
5 Páll Eggert Ólason hefur vikið að hyllingarskjölunum sem heimild um þetta efni (Páll
Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi IV (Reykjavík: Bókaverzlun
Ársæls Árnasonar, 1926), 19–20; Páll Eggert Ólason, Seytjánda öld: Höfuðþættir, Saga
Íslendinga 5 (Reykjavík: Menntamálaráð og Þjóðvinafélag, 1942), 218), en umfjöllun hans
er örstutt og auk þess villandi. Fáein eiginhandarnöfn eru birt eftir hyllingar skjölunum í
Mönnum og menntum.
6 [Vandi sýslumanna var sá að bréf konungs kom út í apríl 1649 og þurfti að hafa snör
handtök fyrir alþingisreið. Í Sjávarborgarannál segir: „Því ráku allir sýslumenn sínar sýslur
fyrir alþing og tóku manntal og játun alls almúgans með handsölum og tilnefndu þá, er ríða
skyldu“ (Annálar 1400–1800, IV, 287). HÞ og GMG]