Gripla - 20.12.2008, Síða 35
33
verið færð í embættis bækur, þannig að uppskriftir eru nú meðal frumrita.
Auk þess vantar, að því er virðist, skjöl — eða uppskriftir skjala — úr
nokkrum hreppum.
Aðeins í undantekningartilvikum kemur fram í skjöl unum hve margir
hafi verið á þingi, en væntanlega hefur verið til þess ætlast að allir skatt-
bændur sæktu þingin.7 Um þá sem vóru á þingi er ýmiss konar orðalag í
skjölunum, oftast ‘þingsóknar menn’ eða ‘þingmenn’ ellegar ‘bændur og
búendur / búandi (menn)’ en stundum er talað um ‘almúga’, stöku sinnum
einvörðungu, en oftar er orðinu bætt aftan við ‘bændur og búendur’.
Ólíklegt er þó að til annarra hafi verið leitað um undirskriftir en skatt-
bænda.8 Eins og nánar verður rakið hér síðar, eru í skjali úr Strandasýslu
nefndir bæir og nöfn við hvern bæ. Sé sú skrá borin saman við manntalið
1703,9 kemur í ljós að heldur færri bæir eru nefndir í skjalinu en þeir sem
vóru í byggð 1703. Hins vegar eru það undantekningalítið minnstu jarð-
irnar og hjáleigur sem ekki eru nefndar; sumar þeirra kynnu að hafa verið
í eyði 1649, og einnig má vera að á einhverjum þeirra hafi búið menn sem
höfðu svo lítið bú að þeir hafi ekki verið skattbændur. Á Berufjarðar þingi
í Barðastrandarsýslu, sem sams konar skrá er varðveitt frá, eru hins vegar
taldar allar sömu jarðirnar og í manntalinu 1703, og þar eru t.a.m. nefnd
fimm nöfn við Reykhóla, sem hljóta að vera nöfn bónda á höfuðbólinu og
bænda á hjáleigum þess.10
7 Sjá „manntalsþing“ í Einar Laxness, Íslandssaga i–r (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995), 150,
og „þingfararkaupsbóndi“ í Einar Laxness, Íslandssaga s–ö (Reykjavík: Vaka-Helgafell,
1995), 145–46, með til vís unum. [Það kemur fram í bréfi konungs að 18 prófastar og prestar
skyldu sverja honum hollustueiða „med fuldmacht aff de andre“, og er ljóst að átt er við að
þeir hefðu umboð þeirra presta er heima sátu, en um lögréttumenn og bændur stendur:
„tu Lauretzmend och tu bønder aff hver Syssell, sampt en af Vespenøe, med nøygactig
fuldmagt aff de andre som hiemme bliffve“ (Kongelige Allernaadigste Forordninger og aabne
Breve, 10). Það er augljóst af samanburði við orð bréfsins um prestastéttina að þarna er átt
við lögréttumenn og bændur sem heima sátu en ekki allan almenning. GMG]
8 [Það er ekki víst ef fleiri komu til manntalsþinga. HÞ]
9 Manntal á Íslandi árið 1703 tekið að tilhlutun Árna Magnússonar og Páls Vídalín ásamt mann-
tali 1729 í þrem sýslum (Reykjavík: Hagstofa Íslands, 1924–47).
10 [Það þurfti því sennilega að ná til fleiri en skattbænda — en þeir munu einkum hafa sótt
manntalsþingin — ef sýslumenn skildu bréf konungs þannig að umboð tveggja bænda
yrði að sækja til alls „almúga“. Í Strandasýslu er áhersla lögð á að ná til sem flestra, að
því er virðist. Það bendir einnig til að þurft hafi að ná til fleiri en þingbænda (skatt-
bænda) að ætlaðir hjáleigubændur Jóns á Reykhólum komu með honum til þings (Skjöl
um hylling Íslendinga, 27, 42–43, sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 6 (Kaup-
mannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag í Kaupmannahöfn, 1938), 214–15). Líkur til að
SKRIFANDI BÆ NDUR 1649