Gripla - 20.12.2008, Side 40
GRIPLA38
eru trúlega nöfn bónda á höfuðbólinu og bænda á hjáleigum. Tekið er fram
hverjir ekki hafi verið komnir og í sumum tilvikum nefndir menn sem séu
komnir í stað þeirra. Samkvæmt þessu hafa 50 manns verið á þinginu. Við
manntalið 1703 vóru í þessum hreppum 45 bænda heimili, 4 hjáleigubænda-
heimili og 5 húsfólksheimili.
Til staðfestu því sem fram fór á þinginu skrifa þeir sem ‘skrifa kunna’,
10 alls eða 20 % þeirra sem á þingi vóru.
Rétt er að veita því athygli að meðal þeirra sem skrifa undir eru feðg-
arnir Einar Guðmundsson og Tyrfingur Einarsson, báðir úr Garpsdal;
óvíst er að þeir hafi haft sitt búið hvor.16
Á héraðsþingi í Svefneyjum vóru samankomnir þingmenn úr Svefneyja-
og Skálanesþingsóknum. Þar játa og handsala 27, en 6 aðrir skrifa undir að
auki. (Einn þeirra er annar lögréttu maðurinn, Jón Torfason.) Á þinginu
hafa því verið 33, og 6 eru 18 % af þeirri tölu.
Við manntalið 1703 vóru 62 bændaheimili í þessum tveimur hreppum.
6 eru 10 % af þeirri tölu.
Á Vaðli á Barðaströnd hefur verið haldið þriggja hreppa þing. Þar hafa
verið menn úr Barðastrandarsveit, en auk þess tveir menn úr hvorum
hreppanna, Múlahreppi17 og Sandshreppi, með fullmagt og undirskrif-
aða játun hvorir úr sínum hreppi. Á þessu þingi votta ‘orð almúgans’ og
handsöl aðeins þrír menn, og það eru annar lögréttu maðurinn og þeir tveir
bændur sem nefndir vóru til þingreiðar.
Undir vitnisburð af þingi í Tálknafirði skrifa þeir sín nöfn sem ‘skrifa
kunna’. Þeir eru aðeins 3.
Við manntalið 1703 vóru 42 bændaheimili í Tálknafjarðar hreppi. 3 eru
7 % af þeirri tölu.
Undir hyllingarskjal úr Selárdalssókn skrifa 3 menn.
Við manntalið 1703 vóru 63 bændaheimili í Dalasveit og Suður fjarða-
sveit, sem 1649 hafa verið ein manntalsþinghá.18 3 eru 5 % af þeirri tölu.
16 Einar var skáld og prestlærður, en hafði misst prestakallið 1635 (Páll Eggert Ólason,
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 I (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1948), 352–53).
17 Lýður Björnsson taldi að skjalið benti til þess að Tálkna fjarðarhreppur hefði (auk
Barðastrandarsveitar og Rauðasands hrepps) átt aðild að þriggja hreppa þingi að Vaðli (Lýð-
ur Björnsson, Saga sveitarstjórnar á Íslandi I, 105), en það fær varla staðist.
18 Sama rit, 105–6.