Gripla - 20.12.2008, Page 44
GRIPLA42
Húnavatnssýsla
(No: 11; útg. bls. 44–51)
Úr Húnavatnssýslu eru tvö bréf, sitt með hvoru móti, sem hafa gengið á
milli þinga í átta af ellefu hreppum sýslunnar. Í öðru bréfinu er uppskrift
á bréfi sýslumanns til bænda og búenda í sýslunni og vottað af tveimur eða
fleiri á hverju þingi að bréfið hafi verið lesið upp. Hitt bréfið er sjálft
hyllingar skjalið, stílað til sýslumanns, og undir það skrifa fleiri. Á fimm
þinganna, í Bólstaðarhlíð, á Svínavatni, á Þverá, í Ási og á Sveinsstöðum, er
það tekið fram að þeir sem ‘skrifandi eru’ setji nöfn sín undir, enda eru allt
eiginhandarundirskriftir.
Á Bólstaðarhlíðarþingi skrifa 15 undir.
Að Holtastöðum í Langadal, Engihlíðarþingsókn skrifa 5 undir.
Að Vindhælisþingi skrifa 13 undir.
Á Svínavatnsþingstað skrifa 6 undir.
Á Torfalækjarþingi skrifa 4 undir.
Á Þverárþingstað í Vesturhópi skrifa 10 undir.
Á Ásþingstað í Vatnsdal skrifa 11 undir.
Á Sveinsstöðum í Vatnsdal skrifa 9 undir.
Samtals skrifa 73 undir.
Við manntalið 1703 vóru 423 bændaheimili í Húnavatns sýslu, en 289 í
þeim átta hreppum sem skjölin eru úr. 73 eru 25 % af síðarnefndu tölunni.
Á Þverárþingstað er það tekið fram að 29 þingsóknarbændur hafi verið á
þinginu, og 10 skrifandi eru 34 % af þeirri tölu, en við manntalið 1703 vóru
39 bændaheimili í Þverárhreppi, og 10 eru 26 % af þeirri tölu.
Skagafjarðarsýsla
(No: 12; útg. bls. 51–55)
Í Skagafjarðarsýslu hefur verið skrifað undir á sex þingum, en ekki er á
neinu þeirra tekið fram að allir hafi skrifað sem skrifa kunnu.
Á þriggja hreppa þingi að Vallnalaug (trúlega fyrir Reyni staðarhrepp,
Seiluhrepp og Lýtingsstaðahrepp) skrifa 9 undir.
Í Viðvíkurþingsókn23 og Rípurhrepp skrifa 8 undir.
Að Hofi á Höfðaströnd úr Hofs- og Sléttahlíðarhreppum skrifa 9
undir.
23 Til Viðvíkurþingsóknar hefur Hólahreppur talist, sjá Lýður Björnsson, Saga sveitarstjórnar
á Íslandi I, 110.