Gripla - 20.12.2008, Page 48
GRIPLA46
Árnessýsla
(No: 3; útg. bls. 14–16)
Í Árnessýslu hafa verið haldin tvö manntalsþing, annað að Vatnsleysu fyrir
sex hreppa og hitt að Vælugerði fyrir sjö hreppa. Á þingunum er talað um
‘þingmenn og almúga’, og samþykkt var gerð með ‘almennu lófataki og
handsölum’. Undirskriftir undir bréfunum þessu til staðfestu eru allar með
eigin hendi.
Að Vatnsleysu skrifa 14 undir.
Að Vælugerði skrifa 13 undir.
Samtals hafa 27 skrifað undir í Árnessýslu.
Við manntalið 1703 vóru 452 bændaheimili í Árnessýslu. 27 eru 6 % af
þeirri tölu.
*
Einu þingstaðirnir þar sem beinlínis kemur fram hve margir hafi verið á
þingi og að þeir hafi skrifað undir sem skrifandi vóru eru Berufjarðarþing
í Barðastrandarsýslu, þar sem 20 % þingsóknarmanna skrifa undir, og
Þver árþing í Húnavatns sýslu, þar sem 34 % skrifa. Á fyrr nefnda þinginu
hafa verið heldur fleiri á þingi en við var að búast miðað við fjölda
bændaheimila 1703, en á síðarnefnda staðnum töluvert færri, og kann það
að vera skýringin, a.m.k. að hluta, á mismunandi hundraðshluta skrif enda.
Þar sem hundraðshluti þeirra sem skrifa undir sjálfir hefur verið reikn-
aður af samanlögðum nafnafjölda undir skjöl unum, er hann gríðarlega
misjafn. Í Ísafjarðarsýslu er hann 0–100 % í einstökum hreppum og 31
% í heildina og í Þing eyj ar sýslu 23–100 % og 45 % í heildina, en í báðum
þessum sýslum er samanlagður nafnafjöldi ekki nema hluti af fjölda bænda-
heimila í þessum sýslum 1703, í Ísafjarðarsýslu rúmur fimmtungur og í
Þing eyj ar sýslu rúmur þriðjungur. Tölurnar úr þessum sýslum veita því
takmarkaða vitneskju um skriftarkunnáttu í þeim. Sama máli gegnir um
Svefneyjaþing, þar sem 18 % nafna er með eigin hendi, en samanlagður
nafnafjöldi rúmur helmingur af tölu bændaheimila í þingsókninni 1703.
Í þorra sýslnanna kemur hvorki fram hve margir hafi verið á þingi né
að allir hafi skrifað undir sem skrifa kunnu, og sums staðar er greinilegt
að aðeins fáir hafi verið beðnir að skrifa til staðfestingar því sem sagt
er í skjali að fram hafi farið á þinginu. Miðað við fjölda bændaheim-
ila 1703 er fjöldi undirskrifta í flestum þessara sýslna aðeins 3–9 %, 12