Gripla - 20.12.2008, Page 195
193
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
TVÆR RITGERÐIR UM SKÁLDSKAP
Í KVÆÐABÓK ÚR VIGUR
(AM 148 8vo)
Á 16. OG 17. ÖLD höfðu prentaðar bækur evrópskra húmanista um skáld-
skaparfræði mikil áhrif á bókmenntalíf í álfunni. Þær voru oftast samdar
á latínu og áttu rætur í klassískum bókmenntum og mælskufræði forn-
Grikkja og Rómverja. Markmið þessara rita var það helst að kenna sam-
tímaskáldum að yrkja á nýlatínu í samræmi við klassíska hefð mælskulistar
og óðfræði, en einnig að skýra og skilgreina klassískan skáldskap. Eitt
áhrifamesta rit af þessu tagi er án efa Poetices libri septem eftir Ítalann Julius
Caesar Scaliger (1484–1558), sem var skrifað á latínu og kom fyrst út á
prenti árið 1561.1 En þó að skáldskaparfræðin hafi, a.m.k. í byrjun, aðallega
miðast við bókmenntir á latínu mátti þó einnig herma aðferðir þær sem
hún kenndi upp á bókmenntir á þjóðtungum samtímans. Í lok sextándu
aldar fara því að birtast ritgerðir um skáldskaparfræði á þjóðtungunum, þar
sem byggt var á sama grunni og hinar latnesku, enda hefur þessi fræðigrein
stundum verið nefnd „retórísk skáldskaparfræði“ (sbr. Plett 2004:87). Hér
má til dæmis nefna Bretana George Puttenham (1529–1590), með The Art
of English Poesy sem var fyrst prentuð árið 1589 og Sir Philip Sidney (1554–
1586), með The Defence of Poesy sem var fyrst prentuð 1595,2 Þjóðverjann
Martin Opitz (1597–1639), en bók hans Buch von der Deutschen Poeterey
kom fyrst út árið 1624,3 Danann Søren Poulsen Gotlænder Judichær
1 Það hefur nýlega verið endurútgefið með þýskri þýðingu: Iulius Caesar Scaliger. 1994–
2003. Poetices libri septem. Sieben Bücher über die Dichtkunst. Útgefandi og þýðandi Luc
Deitz. frommann-holzboog, Stuttgart-Bad Cannstatt.
2 Nýleg útgáfa ritgerðanna er í: Sidney’s ‘The Defence of Poesy’ and Selected Renaissance Literary
Criticism. 2004. Útgefandi Gavin Alexander. Penguin Books, London.
3 Hún hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum á síðustu öld, t.d. Martin Opitz. 1963. Buch
von der Deutschen Poeterey (1624). Neudrucke Deutscher Literaturwerke, Neue Folge 8.
Richard Alewyn gaf út. Tübingen. (Sú útgáfa er reyndar byggð á útgáfu Wilhelms Braune
frá 1876).
Gripla XIX (2008): 193–209.