Gripla - 20.12.2008, Side 197
195
inu.9 Enn fremur voru tvær ritgerðir á latínu um íslenskar bókmenntir
fyrri alda, skáldskaparmál og stíl, birtar sem viðauki við Literatura Runica
eftir danska fornfræðinginn Ole Worm (1636 og endurpr. 1651), önnur
eftir áðurnefndan Magnús Ólafsson í Laufási og hin eftir Þorlák Skúlason
(1597–1656) Hólabiskup.10
Ritgerð séra Magnúsar Ólafssonar var endurprentuð sem viðauki við
útgáfu Anthony Faulkes á Laufás-Eddu ásamt enskri þýðingu (1979:408–
415) en Faulkes virðist ekki hafa vitað að hún er til í íslenskri þýðingu
í handriti frá s.hl. 17. aldar, sem nefnt hefur verið Kvæðabók úr Vigur
(Faulkes 1993:102). Kvæðabókina skrifaði bóndinn Magnús Jónsson
(1637–1702) í Vigur upp ásamt skrifurum sínum. Framan við ritgerð
Magnúsar Ólafssonar í handritinu er önnur ritgerð samkynja, en þessar
ritgerðir verða gefnar út hér að aftan.
Jón Helgason prófessor telur líklegt að Magnús Jónsson í Vigur hafi
samið báðar þessar ritgerðir, enda væru þær skrifaðar upp af honum
(1955:34–35). Sverrir Tómasson bendir hins vegar á að ritgerð Magnúsar
Ólafssonar sem birtist á prenti í riti Ole Worms Literatura Runica 1636 sé
til í íslenskri gerð í Kvæðabók úr Vigur (Sverrir Tómasson 1996:73; sbr.
einnig Margrét Eggertsdóttir 2005:89–90). Mér sýnist að tilgáta Jóns
um að Magnús í Vigur sé höfundur ritgerðanna hvíli alfarið á því að þær
séu með hans hendi. Nú þegar sýnt hefur verið fram á að önnur þeirra er
ekki hans smíð, þá er allsendis óvíst að hin sé það. Þó má vera að hann
hafi þýtt aðra eða báðar, eða samið þá fyrri, en fá rök hníga að því önnur
en þau að rithönd hans er á ritgerðunum, en Magnús skrifaði ekki aðeins
upp ritgerðirnar tvær heldur stóran hluta kvæðabókarinnar, sem inniheldur
ritverk eftir ýmsa höfunda, m.a. útdrætti úr Literatura Runica Ole Worms
(bl. 77r–83r). Enn fremur má benda á að fyrirsögn fyrri ritgerðarinnar
gæti gefið til kynna að hún sé hluti úr stærra verki, „Nú kemur um skáld-
skapinn að tala“, ef til vill einhvers konar Íslandslýsingu. Þó skal þess getið
hér að í fyrri ritgerðinni kemur fyrir orðið „fundingaskreytur“ en Magnús
Jónsson prúði, langafi bóndans í Vigur, notaði orðið fundning/fyndning
um ‘inventio’ (sjá AM 702 4to, bl. 6r, sbr. Margrét Eggertsdóttir 2005:80).
9 Íslandslýsingin var gefin út 1971 á íslensku undir höfundarnafni Odds Einarssonar í þýðingu
Sveins Pálssonar. Kaflinn um íslenska braglist og skáldmenntir er á s. 149–159. Menn eru
ekki á einu máli um það hver samdi ritið (sbr. t.d. Einar Sigmarsson 2003).
10 Sjá umfjöllun um þessi rit í Margrét Eggertsdóttir 2005:89–92. Ritgerðirnar voru endur-
prentaðar í S. J. Stephanius. 1645. Noræ vberiores. Soræ. (sbr. Faulkes 1993:102).
TVÆR RITGERÐIR UM SKÁLDSKAP