Gripla - 20.12.2008, Side 198
GRIPLA196
Sigurður Pétursson hefur einnig fjallað um þessar ritgerðir í Vigurbók,
aðallega þá fyrri, í ágætri grein í Renæssanceforum 3(2007), þar sem hann
fjallar um tilvísanir höfundar ritgerðarinnar til lærðra húmanista og klass-
ískra höfunda.
Ritgerðirnar sem hér eru prentaðar bera það með sér að vera samdar af
lærðum mönnum sem þekkja bæði fornar bókmenntir og kunna að beita
klassískum mælskubrögðum. Höfundarnir vísa mjög í Snorra-Eddu en
hafa einnig á takteinum klassískar hugmyndir um skáldskapinn og vísa til
erlendra höfunda. Hér skal aðeins nefnt sem dæmi muninn á list og nátt-
úru hjá skáldum, sem m.a. má finna hjá Hórasi í Ars Poetica, og skáldið
sem innblásið andlegum krafti eða í annarlegu ástandi, t.d. hjá Aristótelesi
í Um skáldskaparlistina.11 Hvort tveggja er fjallað um í síðari ritgerðinni.
Fyrri ritgerðin fjallar um ýkjur og skreytur í sögum, rímum og kvæðum en
hin síðari um íslenskan skáldskap, eðli hans, listfengi og lærdóm en einnig
um skáldin og skáldskapargáfu. Báðar ritgerðirnar eru byggðar upp líkt
og klassískar ræður og nota retórískar reglur ásamt ýmsum stílbrögðum
og málskrúði að hætti lærdómsmanna endurreisnar og barokks. Báðar
fjalla meira um reglur og aðferðir skáldskapar fremur en einstök skáld
og skáldverk, og eiga það sameiginlegt með sambærilegum evrópskum
ritgerðum frá þessum tíma (sbr. Alexander 2004:xxiv). Þær setja því fram
kenningar um skáldskap og grafast fyrir um eðli hans og einkenni, þó að
einnig sé minnst á ákveðin skáld og verk þeirra í síðari ritgerðinni.
*
Kvæðabók úr Vigur er varðveitt á handritasviði Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum undir safnmarkinu AM 148 8vo, skrifuð
að mestu árin 1676–1677 af áðurnefndum Magnúsi Jónssyni, bónda og
fræðimanni í Vigur, og skrifurum hans.12 Handritið var ljósprentað 1955
á vegum Hins íslenzka fræðafélags í Kaupmannahöfn og sá Jón Helgason
prófessor um það auk þess að skrifa inngang sem prentaður var í sérhefti
(B), þar sem hann gerir m.a. grein fyrir efni bókarinnar, skrifurum hennar,
handritinu sjálfu, ferli þess og sögu.
11 Þessar hugmyndir koma víða fram þar sem fyrri tíðar menn fjalla um skáldskap, nefna
má t.d. Jón Ólafsson úr Grunnavík í Hagþenki, í kafla sem ber yfirskriftina „Ad skiællda i
Jslendsku“ (1996:53–54).
12 Fyrra ártalið kemur fyrir á bl. 76r en hitt bl. 213r.