Gripla - 20.12.2008, Side 219
217
Sama lagið er sungið við alla sálmana. Það lag sem Kingo velur þeim
er upprunnið úr kalvínskri hefð, úr hinum franska Genfarsaltara frá 1551,
Som en hjort med tørst befangen, en hefur í tímans rás öðlast hefð sem
passíusálma lag í hinni lúthersk-evangelísku kirkju við lagboðann Jesú þínar
opnu undir. Lagið var orðið vel þekkt í Danmörku þegar Passíusálmar
Kingos komu út.7 Þýðandi kýs hins vegar lagboðann Hjartað, þankar,
hugur, sinni, sem er sálmur eftir Kingo sjálfan úr Siunge-Koor Første Part
en upphaf þess sálms varð algeng lagboðatilvísun hér á landi.8
Þýðandi hefur af einhverjum ástæðum ekki lokið eða gengið fyllilega frá
þýðingu sinni. Í sálmi 13 sleppir hann versum 7–13. Sálma 14 og 15 (Dend
Siette Uge i Faste) er ekki að finna í handriti. Sálmar í sjöundu viku föst-
unnar koma í lokin sem 18. og 19. sálmur hjá þýðanda en 16. og 17. sálmur
hjá Kingo. Í síðasta sálm vantar meira en helming, frá 10. versi miðju en
sálmurinn er alls 29 vers. Kingo nefnir hann Paa Langfredag – Om Christi
Korsfæstelse, Pine og Død. Hjá þýðanda er fyrirsögn aðeins Um...
En hver skyldi þýðandinn vera? Af lærðum mönnum á þessum tíma er
Jón Þorkelsson Vídalín (1666–1720) líklegastur. Jón Vídalín var eins og
kunnugt er eftirmaður Þórðar biskups Þorlákssonar í Skálholti, þess sem
fyrstur hvatti til þýðingar á Kingosálmum og gaf þá út í Skálholti. Jón var
mágur Árna Þorvarðssonar sem næstfyrstur þýddi Kingo og dvaldi Jón
Vídalín ungur hjá honum. Þegar Jón var við nám í Kaupmannahöfn voru
báðir Söngkórar Kingos komnir út, 1674 og 1681. Passíusálmar Kingos
komu út árið 1689 í Vinterparten, þegar Jón var 23 ára, og hafa líklega
höfðað sterkt til hans. Jón var eins og kunnugt er latínuskáld gott en lítið
er til eftir hann af kveðskap á íslensku. Þó má nefna tvö sálmavers í Sjö
predikunum út af píningarhistóríunni, útg. 1722 sem hefjast svo: Þegar eg
Drottins dýru kvöl / dreg inn að hjarta mínu. (Jón Halldórsson 1903–1910,
479). Skyldi Jón hafa verið að þýða passíusálma Kingos en átt því rétt
ólokið þegar hann dó árið 1720? Fangamarkið JW á handriti bendir til að
eftirnafn þýðanda sé ættarnafn. Ef svo væri ekki stæði líklega JWS. Þetta
er tilgáta sem ég varpa fram og mál- eða textafræðingar geta ef til vill skorið
úr um. Handritið er reyndar ekki með rithendi Jóns Vídalíns en vel má
vera að skrifari handritsins sé annar en þýðandi.
7 Sjá nánar um lögin í Kingos Graduale (1967) í eftirmála Henriks Glahn í ljósprentun að Grall-
aranum (Kingo 1967). Einnig í bók Glahns, Salmemelodien i dansk tradition 1569–1973, 24.
8 Sálmurinn Jesú þínar opnu undir, sem Kingo notar sem lagboða, var ekki kominn í íslenska
sálmabók á þessum tíma. Því notar þýðandi lag sem þekkt er hér.
PASSÍUSÁLMAR KINGOS