Gripla - 20.12.2008, Page 223
221
SR. ÓLAFUR INDRIÐASON, PRESTUR Á KOLFREYJUSTAÐ (1796–1861),
þýddi ýmsa af kvöld- og morgunsálmum Kingos. Sjá kvöldsálminn Lífsins
æðar uppfyllandi, 10 vers, 99. sálmur í Sálmasafni, þar sem stuðst er við
þýðingu Stefáns Ólafssonar og henni breytt lítillega, og morgunsálm Rís
upp mín sál og bregð nú blundi, 10 vers, 10. sálmur í Sálmasafni. Sálmurinn
er úr Siunge-Koor Første Part, sem Stefán Ólafsson þýddi áður í heild sinni.
Þýðingar Ólafs birtust í Sálmasafni hans, útgefnu á Akureyri 1857.
HELGI HÁLFDANARSON LEKTOR (1826–1894) þýddi fjölda sálma eftir
Kingo. Helgi var í ritstjórn Sálmabókarinnar sem út kom 1886 og annað
afkastamesta skáld hennar, næstur á eftir Valdimar Briem. Hann á þó mun
fleiri Kingoþýðingar í sálmabókinni en Valdimar (sjá töflu). Helgi á svo
flesta sálma eða sálmaþýðingar í Sálmabókum frá 1945 og 1972.
Þín kirkja góði Guð, sem er þýðing á hluta af 6. morgunsöng Kingos
(með breytingum Grundtvigs). Hún er í Sálmabók 1886 (nr. 642), fjögur
vers. Í Sálmabók 1945 (nr. 679) er sálmurinn styttur í þrjú vers. Þar er fellt
niður 2. vers frá 1886.
Som den gyldne Sol frembryder eða á íslensku Sem í gegnum sortann skýja
sem er ný þýðing Helga í Sálmabók 1886.
Jólasálmur Kingos Op glædes alle, glædes nu er í þýðingu Helga Upp gleðj-
ist allir, gleðjist þér, þrjú vers eins og í frumtexta. Þýðing Helga er í Sálmabók
1886 (nr. 64) og í Sálmabók 1945 (nr. 74) og í nýjustu sálmabókum (nr.
69).
Ár og síð ég er í voða / Aldrig er jeg uden Vaade úr Aandeligt Sjunge-Koor
Anden Part. Þessi þýðing Helga er í Sálmabók 1886 (nr. 372) og í Sálmabók
1945 (nr. 391). Séra Árni Þorvarðsson þýddi sálminn áður eins og aðra
sálma í Siunge-Koor Anden Part. Sjá Andlega Saungkór II, Skálholti 1693
(33).
Fyrir helga fæðing þína / Tak for al din Fødsels Glæde. Þarna þýddi Helgi
eitt vers, það 10. og síðasta úr páskasálmi Kingos Som den gyldne Sol
frembryder. Það er í Sálmabók 1886 (nr. 222) í Sálmbók 1945 (nr. 231) og í
Sálmabók 1972 og 1997 (nr. 55).
Gef, Jesú, fús ég fylgi þér / Gid jeg, o Jesu følger dig. Helgi þýddi seinni
hluta sálms úr Vinterparten 1689, sem byrjar svo: Hvor godt det er at
tjene Gud. Hann er í Sálmabók 1886 (nr. 122), fimm vers, en ekki í síðari
sálmabókum.
PASSÍUSÁLMAR KINGOS