Gripla - 20.12.2008, Page 226
GRIPLA224
borði göngum breiddu vér. Steingrímur skipti versinu í tvö vers og frumorti
síðustu tvær ljóðlínurnar. Versið er úr Aandelige Siunge-Koor Anden Part:
Smaa Børns Hjertesuk eller Bordlæsning før Maaltid. Þýðing Steingríms birt-
ist í Sálmabók 1886 (nr. 630) og óbreytt í Sálmabók 1945 (nr. 656).
SR. VALDIMAR BRIEM, SKÁLD OG PRESTUR Á STÓRA-NÚPI (1848–1930),
þýddi Nú gleðifregn oss flutt er ný / Nu kom der Bud fra Engle-Kor. Sálmurinn
er í Vinterparten frá 1689 (Nu kom her Bud fra Engle-Koor, 9 vers). Grundt-
vig endurorti sálminn og notaði Valdimar Briem gerð Grundtvigs. Séra
Valdimar þýddi 1.–2. vers, steypti saman 3.–4. í eitt vers og þýddi loks
tvö síðustu versin, alls fimm vers. Þessi þýðing hans er í Sálmabók 1886 en
ekki í síðari sálmabókum.
Tíðin líður, sól er sigin / Dagen skrider, Tiden rinder. Sex versa sálmur úr
Aandelig Siunge-Koor Første Part, 1684. Þýðingin er í Sálmabók 1886 (nr.
534), Sálmabók 1945 (nr. 550), en ekki síðar.
Vor Guð er eilíf ást og náð / Vor Gud er idel Kærlighed. Fjögurra versa
sálmur úr Sálmabók Kingos frá 1699. Þýðing Valdimars er í Sálmabók 1886
(nr. 343), Sálmabók 1945 (nr. 215), en ekki síðar.
JÓN HELGASON, SKÁLD OG PRÓFESSOR (1899–1986), þýddi sálminn
Keed af Verden og kier ad Himmelen / Leiður á heimi, lystur til himins, úr
Aandelig Siunge-Koor Anden Part. Þýðing prófessors Jóns birtist í Kveri
með útlendum kvæðum 1956, Kvæðabók 1986 og Úr landsuðri og fleiri kvæði
1999. Þýðingin hefur ekki verið tekin inn í sálmabækur.
4. Sálmalögin
Lögin eru vissulega mikilsverður hluti sálmanna þar eð þeir eru ætlaðir
til söngs. Kingo valdi vinsæl lög við sálma sína í Andlegu söngkórunum.
Mörg þeirra sótti hann í hinn veraldlega söngkór Terkildsens, Astree
Siungekor, sem komið hafði út nokkru á undan verkum Kingos og öðlast
miklar vinsældir. Með þýðingunum bárust þessi lög hingað til lands og
náðu hér fljótt útbreiðslu. Enn eru mörg þessara laga sungin í íslensku
kirkjunni. Þau eru enn (í Sálmabók 1972 og Sálmasöngsbók til kirkju- og
heimasöngs 1936) undir lagboða sem vísar í upphaflegan sálm þeirra hér á
landi úr Söngkórum Kingos. Má þar nefna lagboða Í Jesú nafni uppstá sem