Gripla - 20.12.2008, Page 236
GRIPLA234
Brynjólfs biskups Sveinssonar, dags. 5. maí 1646, segir Stefán að hann sé að
skrifa upp Snorra-Eddu og þýða á latínu. Hafi sendiherra (legatus) Frakka
boðið sér nægilegan styrk til að takast á hendur ferð til Mazarins kardínála
í því skyni að skýra norræn fornfræði.5 Hann segist þó ekki vilja ráðast í þá
ferð gegn vilja foreldra sinna og vildarmanna, en fremstur meðal þeirra sé
æruverðugur biskup „og bið eg yður um viturlegan dóm og hyggilegt ráð“.
Þýðing Jóns heldur áfram: „Ég efast um samþykki foreldra minna, og ef eg
get ekki unnið þau til þessa hvað er þá til bragðs að taka?“
Samkvæmt heimildum Jóns Þorkelssonar er svarbréf Brynjólfs ekki
til, en Stefán Ólafsson svarar því í bréfi dags. 13. maí 1647. Jón segir áður
en hann vitnar í bréfið: „Á því er auðséð að biskup hefur ráðið Stefáni frá
Frakklandsferðinni.“6 Síðan segir:
Í því er meðal annars þetta: „Ekki fór fjarri því, sem eg ætlaði að þér
munduð dæma um Frakklandsferðina. Drottinn minn dýri! hversu
mikið hughvarf taldi mér þessi yðar lærdómsríka ráðlegging! Það var
víst, að eg hefði þrátt fyrir mótspyrnur og jafnvel foreldrum mínum
nauðugt ráðist í þessa ferð. En, sjá, hversu hugur þeirra er breyttur
fram yfir það, sem eg ætlaði, því að þér skrifið að þau séu alt of
áhyggju full um mig og taki of hart á því, að eg skuli hafa hangið í
Danmörku þetta ár, en nú í hinu seinasta bréfi til mín gefa þau mér
sjálfkrafa leyfi til þess í heilagrar þrenningar nafni að fara til
Frakklands. Hvaðan kemur áttræðum föður slíkur hugur? Hvaðan
kemur hinni eptirlátustu móður þvílíkt hugrekki? Eg gekk að því
vísu að þau mundu aldrei gefa leyfi til þessa.“
Jón Þorkelsson heldur áfram umfjöllun um þetta bréf Stefáns Ólafs-
sonar: „Hvað Brynjólfi biskupi hafi getað gengið til þess að hafa Stefán
aptur af Parísarferðinni er ekki gott að gizka á, nema hann hafi þótst
sjá það fyrir, að Stefán með því að fara þangað mundi ganga uggvænlega
upp og með því slá skugga á frægðarljóma biskups sjálfs“.7 Enda þótt
fræðimenn hafi fallist á þá skoðun að Brynjólfur hafi ráðið Stefáni frá
Frakklandsförinni hafa þeir þó fæstir tekið undir þessa skýringu.8
5 Sama rit, XLVIII.
6 Sama rit, XLVIII–XLIX.
7 Sama rit, L.
8 Páll Eggert Ólason, Saga Íslendinga 5: Seytjánda öld (Reykjavík: Menntamálaráð og Þjóð-