Gripla - 20.12.2008, Side 237
235
Þegar þýðing Jóns á bréfi Stefáns er lesin í heild verður ekki betur
séð en fram komi ósamræmi. Í upphafi þess segir Stefán (í þýðingu Jóns)
að bréf biskups hafi talið honum „hughvarf“, en nokkru síðar segir: „Nú
býst eg á hverjum degi við bréfi frá Frakklandi, sem bjóði mér þangað,
eða öllu heldur nálega kalli mig þangað, því að Vorm hefur fengið tvö bréf
frá ráðgjafa frakkneska sendiherrans skrifuð í Parísarborg, og var í þeim
báðum minst á mig [...] og enn fremur jafnskjótt sem Naudæus bókavörður
konungs kæmi heim aptur – því hann kvað hann vera á ferð erlendis, en
koma aptur innan skamms – skyldi verða eitthvað víst ályktað um för mína
til þeirra.“9
Orðið „hughvarf“ er þýðing Jóns á orðinu animum í orðasambandinu
quantum animum me addidit en sú þýðing, sem felur í sér neikvæða túlkun,
stingur í stúf við framhald bréfsins, þar sem Stefán ræðir Frakklandsförina
á mjög jákvæðum nótum. Bréf Stefáns hefst á þessum orðum í uppskrift
Eiríks Magnússonar í handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns,
en síðari hluti bréfsins fjallar um annað efni:
Non multum me fefellit opinio ita tuam Claritatem de Gallicana
profectione esse judicaturam. Deum immortalem! Quantum
animum addidit mihi censura haec tua longe eruditissima! Certum
erat si per obstacula licuisset, vel invitis parentibus iter ingredi. Sed
vide quam praeter opinionem horum animus mutatus sit. Quos enim
scribis nimium de me sollicitos, nimium judicare quod hunc annum
in Dania hæsitem in proximè ad me datis literis ultro dant veniam in
nomine S. Sanctæ Trinitatis in Galliam proficiscendi ...10
Þ.e. „Ekki fer mjög fjarri því sem ég ætlaði að þér munduð dæma um
Frakklandsförina. Drottinn minn dýri! Mjög jókst mér hugur við þetta
afburða lærða álit yðar. Víst var að ég tækist á hendur þessa ferð þrátt fyrir
erfiðleika og jafnvel gegn vilja foreldra minna. En sjáið hve hugur þeirra er
breyttur gagnstætt því sem ég ætlaði, því að þér skrifið að þau hafi miklar
áhyggjur af mér og átelji að ég sé kyrr þetta árið í Danmörku en í síðasta
vinafélag, 1942), 360; Andrés Björnsson, „Stefán Ólafsson og kvæði hans,“ Stefán Ólafsson.
Ljóðmæli (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1948), x; Margrét Egg erts dóttir, Barokk-
meistarinn (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 2005), 130.
9 Jón Þorkelsson, „Stefán Ólafsson,“ XLIX.
10 Lbs. 282 fol., bl. 25v.
„EN HVERNIG SEM ALLT FER ...“