Gripla - 20.12.2008, Page 239
237
Gabriel Naudé bréf og bauð honum aðstoð sína við að útvega bækur í safn
kardínálans (18. desember 1644). Hann vísar til þess að hann hafi þegar
aðstoðað La Thuillerie við val nokkurra bóka. Worm afsakar að erfitt sé að
útvega bækur á rúnaletri, en sendir úr eigin safni skinnhandrit af íslenskri
lögbók (Jónsbók) ásamt „calendarium“.14 Í bréfi til S.H. Stephanius í Sorö
18. nóvember 1644 segir Worm að La Thuillerie sé hámenntaður maður
sem hafi mikinn áhuga á fornfræðum Worms og bíði með óþreyju eftir að
líta Saxo-útgáfu Stephaniusar.
Í bréfi frá Kristianopel [þ.e. Kristianstad] 20. apríl 1645 þakkar La
Thuillerie Worm aðstoð við kaup á bókum. Hann nefnir að Naudé sé far-
inn til Ítalíu og sé ekki væntanlegur fyrr en eftir þrjá mánuði, en vísar að
öðru leyti til bréfs frá Naudé sem hann lætur fylgja og dagsett er í París
13. mars 1645 (nr. 1292). Þar þakkar Naudé aðstoð við útvegun bóka og
lofar að senda Worm portrett af kardínálanum á nýsleginni mynt í þakk-
lætisskyni.
Worm skrifar Naudé 28. október til 9. nóvember 1645 og fagnar því
að fyrri sendingum hans til bókasafns Mazarins kardínála hafi verið vel
tekið. Hann lofar að útvega fleiri hluti af sama toga og bætir síðan við: „Við
höfum ráðið ungan Íslending til að skrifa upp Eddu eftir mínu eintaki og
þýða á latínu þar sem þetta er mjög sjaldgæf bók og torráðin, því fremur
sem erfitt er að útvega gamalt handrit af henni.“15 Í þessu bréfi nefnir
Worm í fyrsta sinn fyrirhugaða þýðingu Stefáns Ólafssonar á Eddu. Í
bréfi til Brynjólfs biskups Sveinssonar í maí 1646 segist Stefán vera að
skrifa upp og þýða Snorra Eddu fyrir sendiherra Frakka („a legato Gallico,
cujus nomine Eddam Snorronianam Islandico-latinam scribo“) og lætur þess
jafnframt getið að honum bjóðist styrkur til að takast á hendur ferð til
Mazarins kardínála „í því skyni að skýra norræn forn fræði, og hefur hann
komið bókasafni af þeim á fót“ (antiquitatum Normannicarum, quibus ille
bibliothecam instruit enucleandarum gratia).16 Alls er „Íslendingurinn sem er
14 „Ut verò voluntatem agnoscatis promptam, ex meis Archivis Codicem Legum Islandicarum
in membrana exaratum mitto, ac Bibliothecæ Eminentissimi Domini Cardinalis, una cum
Calendario, dico ac consecro.“ Epistolæ II, 899.
15 „Jam Islandum conduximus juvenem, qui juxta meum exemplar Eddam describat & in
lingvam vertat Latinam, cum liber sit rarissimus intellectuque difficillimus, nec facile ejus
haberi queat antiquum MS. “ Epistolæ II, 902. Dönsk þýðing H.D. Schepelern í Breve fra
og til Ole Worm III, nr. 1359, 136–137.
16 Stefán Ólafsson, í Höfn, til Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti, 5. maí 1646, Lbs. 282
fol., bl. 23v, sbr. Jón Þorkelsson, „Stefán Ólafsson,“ XLVIII.
„EN HVERNIG SEM ALLT FER ...“