Gripla - 20.12.2008, Síða 242
GRIPLA240
ferð hans til vor og kjör hans mun eg gaumgæfilega annast.“22 La Peyrère
kveðst hafa átt annríkt vegna andláts Prince de Condé, verndara síns, sem
lést 26. desember 1646: „Nokkru fyrir andlát hans hafði ég afhent honum
bækur þínar … Þessar bækur þínar ganga mann frá manni meðal vorra lærðu
manna en margir þeirra eru, þökk sé þér, mjög vel að sér um rúnamálið.“23
La Peyrère lofar lengra bréfi þegar hann verður búinn að hitta Naudé.
Vegna anna sem hirðlæknir í Nykøbing á Falstri svarar Worm bréfi La
Peyrère ekki fyrr en 5. mars 1647. Í lok bréfsins endurtekur hann að hann
hafi afhent hr. Hennequin sendiherra uppskriftina af Eddu og hafi hann
greitt skrifaranum fyrir ómakið. Muni hann án efa senda verkið við fyrsta
tækifæri. Hér nefnir Ole Worm síðast verk Stefáns Ólafssonar en minn-
ist ekki á Frakklandsför.24 Vert er að geta þess að bréf Stefáns Ólafssonar
til Brynjólfs biskups Sveinssonar (13. maí 1647) þar sem hann svarar bréfi
biskups, þakkar honum álit sitt og nefnir Frakklandsferðina er dagsett
tveimur mánuðum eftir að Worm nefnir síðast Eddu og Stefán í bréfum
sínum.
Worm skrifar La Thuillerie 25. september/3. október 1647. Hann
furðar sig á að hafa ekki fengið senda rómverska mynt eins og honum
hafði verið lofað. Hafi hann hvorki fengið bréf frá Naudé né La Peyrère.
Hann biður „son Excellence“ um að láta athuga hvort einhver ástæða sé
fyrir því að vináttan sé gleymd.25 Málið tekur á sig nýja mynd þegar Worm
fær bréf frá La Peyrère, dagsett 26. september 1647, þar sem hann segir að
vinslit hafi orðið milli hans og La Thuillerie verndara hans á ferð þeirra
til Hollands og hafi hann snúið aftur til Parísar þar sem hann muni hitta
Naudé og aðra vini sína.26
22 „... cujus adventum ad nos, & conditiones ejus curabo diligenter ... “ Epistolæ II, 944; Breve
III, nr. 1472, 227; þýð. Jón Þorkelsson í „Stefán Ólafsson“.
23 „...cui libros tuos dederam paucis diebus antequam diem suum obiret ... Versantur libri illi
tui Eruditorum nostrorum manibus: inter quos plures sunt, qui tuo benificio Linguam
Runicam jam apprime callent.“ Epistolæ II, 944; Breve III, nr. 1472.
24 „Eddæ descriptum tradidi Nobiliss. Dn. Hennequino Residenti apud nos, Amico meo
dilecto, qui scribæ pro labore satisfecit, & prima commoditate procul dubio opus ad Vos
est transmissurus.“ Epistolæ II, 946; Breve, nr. 1483, 238. – Worm ræðir um að senda Eddu
til Parísar 3.12.1646 og 5.3.1647.
25 Breve III, nr. 1538, 278.
26 Epistolæ II, 947–948. Í þýðingu Schepelerns: „ja paa selve den Rejse [...] rev jeg mig løs fra
ham hvilket paa Gascogners Vis skete saa hurtigt og uventet, at jeg maatte skyde alle andre
Tanker tilside.“ Breve III, nr. 1540, 279.