Gripla - 20.12.2008, Side 245
243
í Frakklandi nokkru eftir brottför Stefáns Ólafssonar frá Danmörku sum-
arið 1648, þ.e. La Fronde parlementaire í ágúst 1648 og La Fronde des princes
í ársbyrjun 1650. Mazarin kardínáli varð að flýja frá París, bókasafn hans
var gert upptækt 1649 og selt árið 1651. Worm getur þess í bréfi til Pierre
Bourdelot í Stokkhólmi 23. ágúst 1652 að Naudé hafi heimsótt hann á leið
til Stokkhólms og hefði hann óskað að ræða lengur við hann.32 Var Naudé
þá væntanlega á leið til Svíþjóðar í boði Kristínar drottningar. Þegar Naudé
frétti að Mazarin ráðgerði að koma upp bókasafni sínu á ný, ákvað hann að
snúa aftur til Frakklands en andaðist á heimleið í borginni Abbeville fyrir
norðan París árið 1653, ári áður en Worm lést í Höfn.
Eins og komið hefur fram styðjast þessar hugleiðingar nær eingöngu
við bréf sem fara á milli Worms og viðmælenda hans, auk bréfa Stefáns
Ólafssonar. Hins vegar væri forvitnilegt að athuga þátt Hennequin sendi-
herra Frakka í Höfn í umræddu máli, en Worm nefnir oft Hennequin
sendi herra og telur hann meðal vina sinna. Af bréfunum sem hér hefur
verið vitnað í má draga þá ályktun að aðeins tvisvar sinnum sé rætt um
fyrirhugaða komu Stefáns Ólafssonar til Parísar, þ.e. í tveimur bréfum
sem fara á milli Ole Worm og Isaac de la Peyrère. Endanlegt svar við
tillögu Worms er hvergi að finna í umræddum bréfum. Stefán segir í fyrr-
nefndu bréfi, 13. maí 1647, að beðið verði komu Naudé sem taki ákvörðun
í þessu máli. Naudé er að vísu kominn til Parísar í ársbyrjun 1647 en hann
svarar bréfi Worms ekki fyrr en vorið 1648. Í því bréfi er ekki rætt um
för íslensks fræðimanns til Parísar. Ekki er von til þess að bréf Brynjólfs
biskups, þar sem hann svarar bréfi Stefáns Ólafssonar, komi í leitirnar, en
ólíklegt má telja að biskupinn hafi átt þátt í því að Stefán Ólafsson fór ekki
til Parísar eins og Jón Þorkelsson heldur fram. Ósamræmi í þýðingu hans
á bréfi Stefáns Ólafssonar frá 13. maí 1647 virðist renna frekari stoðum
undir þá fullyrðingu.33
meðal handrit að þýðingu Stefáns Ólafssonar á Eddu með hendi Ole Worm. Handrit þetta
sé nú í eigu sonar hans, Villum Worm. Af skrá Resens má ráða að handrit Worms hafi síðan
gengið til Resens en nær allt handritasafn hans varð eldinum að bráð 1728, sbr. Faulkes,
Two Versions of Snorra Edda in the 17th Century II (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar,
1977), 18–19.
32 Epistolæ II, 1116–1117; Breve, III, nr. 1730, 479–480.
33 Höfundur þakkar hvatningu og veitta aðstoð.
„EN HVERNIG SEM ALLT FER ...“