Gripla - 20.12.2008, Síða 252
GRIPLA250
Ofangreind æviágrip Guðmundar Andréssonar eiga það sameiginlegt
að vera að mestu byggð á misáreiðanlegum munnmælasögum. Fljótlega
fóru þó áreiðanlegri heimildir að koma í leitirnar, nefnilega bréf og skjöl
rituð af Guðmundi sjálfum og mönnum honum nákomnum, sem urðu til
í sambandi við fangelsun og útlausn hans úr Bláturni. Fyrstir til að nota
þessar heimildir voru synir áðurnefnds séra Jóns í Hítardal.
Séra Vigfús (1706–1776) var við nám í Kaupmannahöfn árin 1728–1731.
Á námsárunum hefur hann hugsanlega komist í eitt af örfáum eintökum
af útgáfu Hans Gram á úrvali bréfa Ole Worms sem kom út í tveimur
bindum árið 1728 en upplagið varð brunanum mikla að bráð áður en búið
var að dreifa því. Annars munu bréfin hafa verið í eigu Árna Magnússonar
handritasafnara og hefur Vigfús e.t.v. getað nálgast þau þar þó ekki sé
loku skotið fyrir að hann hafi notast við endurprentun Jakobs Langebek
á fyrri útgáfunni sem kom út árið 1751. Þaðan hefur hann upplýsingar um
þátt Worms í útlausn Guðmundar úr Bláturni en hann endursegir stutt-
lega efni bréfanna neðanmáls við eigin uppskrift af biskupasögum föður
síns.6 Finnur biskup (1704–1789) fjallar um Guðmund í kirkjusögu sinni
sem kom út í fjórum bindum á árunum 1772–1778. Hann byggir á skrifum
föður síns og útgáfu á bréfaúrvali Worms en einnig birtir hann skuldbind-
ingu Guðmundar um að snúa hvorki aftur til Íslands né semja fleiri verk í
anda Deilurits.7
Um svipað leyti fór nafn Guðmundar Andréssonar að birtast í mann-
fræðiritum og lærðramannatölum jafnt erlendum sem innlendum, prent-
uðum sem óprentuðum, ýmist á íslensku, dönsku eða latínu.8 Næstur til
að birta æviágrip Guðmundar var Jón Espólín (1769–1836) sagnaritari og
anum um Deichmanssafn. Annað handrit með hendi Grunnavíkur-Jóns af sama riti er að
finna í British Library, sbr. Finnbogi Guðmundsson, „Landsbókasafnið 1989.“, bls. 130.
Grunnavíkur-Jón ritaði einnig styttra æviágrip Guðmundar á dönsku í bókmenntasögu sína,
sbr. Jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, bls. 181 og 189.
6 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár V, bls. 53–54; Ole Worm’s correspondence with
Icelanders, bls. xxxiv–xxxv; Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal II, bls. 99
neðanmáls.
7 Finnur Jónsson, Historia Ecclesiastica Islandiæ III, bls. 586–588 og 722–723. Svo virðist sem
Hannes Finnsson hafi útvegað föður sínum afskrift af skuldbindingunni en hana er að finna
í handriti frá um 1760 með hendi Hannesar, sbr. Lbs 77 4to, bls. 378–382.
8 Jens Worm, Forsøg til et lexicon over danske, norske og islandske lærde mænd I, bls. 28–29; R.
Nyerup og J.E. Kraft, Almindeligt litteraturlexicon for Danmark, Norge og Island, bls. 16;
Hálfdan Einarsson, Sciagraphia, bls. 8, 79, 154–155 og 193; Lbs 1299 4to, bls. 145; Lbs 820
4to, bls. 230–232. Sjá ennfremur Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. xxxiv.