Gripla - 20.12.2008, Page 256
GRIPLA254
frá er dregin hjáleigan Auðnir. Þá býr þar einn ábúandi og eigendur að jörð-
inni eru þær Sigríður og Kristín Jónsdætur. Jörðin hefur því haldist í eigu
fjölskyldunnar fram til þess að jarðabókin var skráð því sonur Þorláks og
Kristínar var Jón í Víðidalstungu, faðir Sigríðar og Kristínar.20
Hvað ábúendur áhrærir þá virðist Þorvaldur Eiríksson búa á Sól heimum
þann 7. júlí 1594 er hann innsiglar vitnisburð sinn þar um landa merki Hóls.
Áreiðanlegt er að hjónin Tómas Böðvarsson og Bergljót Hall dórsdóttir
bjuggu á Sólheimum, a.m.k árin 1608–1612 og hjá þeim systir hennar
Þórdís. Þau Tómas og Þórdís urðu uppvís að blóðskömm árið 1612 og strauk
Tómas af þingi austur á firði og komst þaðan í skip til Englands.21 Andrés
hefur væntanlega flust til Sólheima í kjölfar þessara atburða og verið kominn
þangað fyrir fardaga árið 1614 en þá hefur Björn flust að Skarðsá samkvæmt
greinargerðinni frá 13. október 1654 en þar segist hann hafa hafið búskap
að Skarðsá fyrir 40 árum.22 Andrés var því leiguliði Jóns Sigurðssonar lög-
manns og síðar dóttur hans en Björn var uppeldisbróðir Jóns og var mjög
handgenginn honum alla tíð. Björn og Andrés áttu það því sameiginlegt
að vera báðir leiguliðar en talsverður munur var á bújörðum þeirra því
Sólheimar ásamt hjáleigu voru 60 hundruð að dýrleika sem jafngilti höf-
uðbóli en Skarðsá 20 hundruð sem var dýrleiki meðaljarðar.23
Fram að þessu hefur verið haft fyrir satt að Guðmundur hafi verið frá
Bjargi í Miðfirði. Það kemur fyrst fram í æviágripi Guðmundar sem Resen
samdi og minnist hann í sömu andránni á annan fyrri og mun frægari
ábúanda Bjargs, Gretti Ásmundarson. Þó að þetta sé líkast til rangt þá má
vel vera að Guðmundur hafi búið þar einhvern tíma á bilinu frá því að hann
missti djáknastöðuna að Reynistað og fram til þess að hann var handtekinn
og færður utan síðsumars 1649. Því til frekari staðfestu má benda á að séra
Jón í Hítardal segir að Guðmundur hafi búið að Bjargi með móður sinni.
Auk þess er vitað að hann greiddi frillulífissekt sína í Húnavatnssýslu á
reikningsárinu 1645, en reikningsárið miðaðist við Jónsmessu á sumri, þ.e.
24. júní.24
20 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IX, bls. 79–80; Íslenzkt fornbréfasafn XIII, bls.
308, 320–322, 380–381 og 682; AM Dipl. Isl. I, 3. Apogr. nr. 354–355; Páll Eggert Ólason,
Íslenzkar æviskrár II, bls. 92 og III, bls. 120–121; Lbs 787 4to, bls. 220–221.
21 R: papp. nr. 714, bls. 10; Annálar 1400–1800 I, bls. 196 og 200.
22 AM 216cβ 4to, bl. 21r og 22v.
23 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IX, bls. 82.
24 Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal II, bls. 97–98; Guðmundur Andrésson,
Deilurit, bls. vii–viii.