Gripla - 20.12.2008, Síða 259
257
samtíða honum þar.30 Einar mun vera fæddur um 1608 og talið er víst að
hann hafi verið í Hólaskóla veturinn 1627–1628. Árið 1628, sem var fyrsta
skipti sem Þorlákur biskup tók við og útdeildi peningum til ölmusupresta,
sendi hann Einar heim með 1½ dal og bók að andvirði 6 álnum. Sendingin
var ætluð Arnfinni Sigurðssyni, föður Einars, sem var prestur að Stað í
Hrútafirði.31
Ekki er vitað hvort veturinn 1627–1628 hafi verið við upphaf, miðju
eða endi skólagöngu Einars. Hann hefur þó vafalaust verið vel undirbúinn
undir skólann og námið því varla tekið nema fimm ár í mesta lagi. Þann
22. júlí 1632 er Einar meðal votta að kaupmálabréfi sem gert var á milli
Vigfúsar Jónssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur að Möðruvöllum í
Hörgárdal. Óhætt er að fullyrða að hér sé hann útskrifaður úr skólanum
því ólíklegt er að notast hafi verið við skólapilt í sumarleyfi sem vott.
Hér er Einar því væntanlega orðinn djákni að Reynistaðarklaustri og er á
Möðruvöllum í fylgdarliði Jóns Sigurðssonar, sýslumanns og klausturhald-
ara á Reynistað, sem jafnframt var faðir Vigfúsar tilvonandi brúðguma.32
Af kaupmálabréfinu má ljóst vera að Einar er orðinn djákni sumarið
1632. Hafi hann útskrifast þá um vorið og fengið stöðuna strax í kjölfarið
þá gæti vel staðist að veturinn 1627–1628 hafi verið fyrsti vetur hans við
skólann og námið tekið fimm ár þó ekki sé hægt að slá því föstu. Þetta
þýðir þó að Guðmundur hlýtur að hafa byrjað fjögurra ára námsdvöl sína
á Hólum a.m.k. skólaárið 1631–1632 til að geta talist hafa verið samtíða
Einari þar. Fyrsti vetur hans gæti hafa verið síðasti vetur Einars og miðað
við gáfur og námshæfileika mætti ætla að dvöl Guðmundar í neðri bekk
hafi verið skammvinn og að hann hafi jafnvel farið beint í efri bekk. Af
þeim sökum gætu kynni hans og Einars hafa verið meiri en ella. Hér er þó
gert ráð fyrir að Einar hafi verið nokkrum árum eldri en Guðmundur en
30 Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. vii og ix.
31 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár I, bls. 337; ÞÍ. Bps. B. VIII, 23. Prestagjaldareikningar
yfir árið 1628, bl. 27v; Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. vii.
32 ÞÍ. Rtk. I.5. Jarðabókarskjöl 1700–1704, 3. Þingeyjarsýsla nr. 30. Vottarnir að kaup-
málabréfinu eru alls níu og skiptast undirskriftir þeirra í tvo dálka. Fyrstur í fyrri dálknum
er Halldór Ólafsson lögmaður og faðir Guðrúnar, tilvonandi brúðar og á eftir honum er
Einar. Efst í seinni dálknum er Jón Sigurðsson og fyrir neðan hann skrifar presturinn að
Möðruvöllum, Jón Magnússon, nafn sitt. Þessi virðingarröð er þó háð því að skjalið sé rétt
afritað því frumritið mun vera glatað en afritið er með hendi Sigfúsar Þorlákssonar og vottar
hann ásamt Tómasi Sveinssyni, þann 1. apríl 1703, að skrifað sé eftir frumriti. Útdrátt úr
bréfinu birtir Gunnar F. Guðmundsson, sjá Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir, bls. 243 en
þar hafa vottarnir ekki verið dregnir út.
HÖFUÐDRÆTTIR ÚR BROTAKENNDRI ÆVI