Gripla - 20.12.2008, Page 260
GRIPLA258
taka verður fram að ekkert er vitað um aldur Guðmundar með vissu. Sé litið
á veturinn 1631–1632 sem fastan punkt má teygja veru hans í Hólaskóla í
báðar áttir og líta á þann vetur hvort tveggja sem upphaf og endalok náms-
dvalarinnar. Hann hefur því getað verið við nám í Hólaskóla í fjögur ár
einhvern tíma á árabilinu 1628–1635. Skólameistarar á þessum árum voru
þeir Vigfús Gíslason (1628–1630) og séra Jón Gissurarson (1630–1635).33
5. Veikindin
Guðmundur segir í varnarskjali til Sjálandsbiskups sem hann skrifaði
undir árslok 1649 að Þorlákur biskup hafi ítrekað boðið sér meðmælabréf
en fátækt og heilsuleysi hafi komið í veg fyrir að hann sigldi utan til
háskólanáms. Heilsuleysið segir Guðmundur hafa skollið á er hann dvald-
ist heima við líkamlega vinnu og að hann hafi veikst „… á geðsmunum, svo
að hann hafi um hálfs árs skeið verið nær því viti sínu fjær, en náð sér þó
aftur.“ Jakob Benediktsson taldi Guðmund hafa veikst eftir að hann missti
djáknastöðuna, þ.e.a.s. snemma á árunum 1640–1649.34
Fyrrnefnt bréf Björns á Skarðsá til Guðmundar Hákonarsonar, skrifað
þann 20. febrúar 1638, festir veikindin hins vegar niður í tíma og veitir
fyllri upplýsingar um þau en þar segir:
Hér allt mannheilt, í Sólheimum hér næsta liggur á og hefur legið
stór húskross, sem ég veit spurt hafið í vetur um fásinnu hugarangist
þess unga manns og vellærða Gvöndar og nú er nokkuð svo vel af
honum létt. En hans systir þar, hefur nú slíka hugaróhægð beðið og
angurværð, og formerki ég að hún hafi sig útgefið með honum og
fengið hugarskelk af þeirri návist sem hennar hjarta gripið hefur.
Drottinn vor Jesús veri henni náðugur og oss öllum. Ég hefi átt
einart við þann mann á þessum vetri, með þeim umtölum sem Guð
hefur mér í hjarta gefið og svo nú við þessa stúlku. Drottinn góður
gefi oss vel að stríða þessa trúarinnar baráttu.35
33 Guðlaugur R. Guðmundsson, Skólalíf, bls. 109–110. Um skólameistara á Hólum, sjá
Skólameistarar í Skálholti eptir séra Jón prófast Halldórsson í Hítardal og skólameistarar á
Hólum eptir séra Vigfús prófast Jónsson í Hítardal, bls. 192–195.
34 Guðmundur Andrésson, Deilurit, bein tilvitnun af bls. 151 en ummæli Jakobs eru á bls. vii.
Í umræddu varnarskjali farast Guðmundi svo orð um veikindi sín: „… jeg haffde til forne
været saa meget forstyrret j myn hoffuit derfor vilde de acte noget saadant for myn galin-
skab oc afsinnighed … “, sbr. Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. 62.
35 AM 216d 4to, bl. 10r.