Gripla - 20.12.2008, Side 262
GRIPLA260
anda. Þetta varaði langt fram á vor, þó nokkuð í minnkun væri, þegar á
veturinn leið.“38
Bjarni þessi Oddsson er í ungri heimild sagður hafa verið undarleg ur
í háttum, „… haldinn fjölkunnugur og brögðóttur.“39 Hann hélt hlífi-
skildi yfir Jóni lærða Guðmundssyni sem hafðist við úti í Bjarnarey en
honum hafði verið gert að fara til Austfjarða í nokkurs konar útlegð eftir
Bessastaðadóminn yfir honum þann 1. ágúst 1631. Gísli biskup Oddsson
skrifaði séra Ólafi Einarssyni í Kirkjubæ 8. apríl 1635 og sagði að hann
myndi ekki líða Jón lærða í sínu stigti ef hann hefði kennt öðrum galdra.40
Biskup, sem hafði falið Bjarna umboð Skálholtskirkjujarða í Vopnafirði
1632, skrifar honum 16. febrúar 1636 og segir m.a. að fyrir sig hafi komið
að „… nokkrar manneskjur á einum bæ þar í sýslu hafi fengið sturlun og
skelfing eður meiri kvilla af illum munnsöfnuði, hvað satt er veit ég ekki.“
Hann skýrir Bjarna jafnframt frá því að ef í umdæmi hans finnist nokkur
sem heitist við aðra þá skuli hann leiðrétta það með hótunum, áminningum
og straffi ef nauðsyn krefur.41
Jón Þorvaldsson varð þó ekki einn fyrir þessum árásum djöfulsins þrátt
fyrir að hann hafi orðið einna verst úti. Þeir sem riðu með honum austur
urðu einnig fyrir barðinu á þeim ásamt fjölskyldu hans og nákomnum
náungum. Ástandið varaði frá októberbyrjun en Jón átti að ríða austur í
seinna skiptið um Michaelsmessu, þ.e.a.s. 29. september, allt fram á vor en
rénaði eftir því sem á leið veturinn.42 Þetta samsvarar sér merkilega vel við
veikindi Guðmundar en að eigin sögn vöruðu þau í um sex mánuði. Í bréfi
Björns á Skarðsá, frá 20. febrúar 1638, telur hann að nú sé „nokkuð svo vel
af honum létt“ sem hlýtur að þýða að það versta sé afstaðið þó Guðmundur
hafi ekki náð fullri heilsu. Í það minnsta virðast áhyggjur Björns hafa færst
frá Guðmundi og til systur hans. Ef sex mánuðir eru dregnir frá ritunar-
38 Annálar 1400–1800 I, bls. 252–253, bein tilvitnun af bls. 253; Bogi Benediktsson,
Sýslumannaæfir IV, bls. 734. Hugsanlega hafa viðbrögð Bjarna við vonbiðli Gróu fælt
aðra frá en hún giftist aldrei og bjó alla tíð að Ljótsstöðum í Múlasýslu. Hún var enn á lífi
manntalsveturinn 1703, þá 89 ára og karlæg, sbr. Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir IV, bls.
733; Sveitir og jarðir í Múlaþingi I, bls. 92; Manntal á Íslandi árið 1703, bls. 380.
39 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir IV, bls. 735. Um meint samneyti Bjarna við sakafólk í
Ódáðahrauni, sjá Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal I, bls. 193.
40 Einar G. Pétursson, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða I, bls. 78–80 og 82–84.
41 AM 244 4to, bl. 50v.
42 Annálar 1400–1800 I, bls. 252–253. Bróðir Jóns veiktist reyndar fyrr og er bólusóttin líkleg
til að hafa komið þar við sögu, lengd sjúkdómslegunnar gefur það a.m.k. til kynna.