Gripla - 20.12.2008, Page 263
261
tíma bréfsins fæst 20. ágúst 1637 og séu Guðmundi gefnar nokkrar vikur
til viðbótar til að jafna sig að fullu þá má segja að veikindi hans og ásóknir
Jóns falli glettilega nálægt hvort öðru í tíma.
Einnig er athyglisvert að Björn á Skarðsá virðist hafa vakað yfir þeim
Sólheimasystkinum lungann úr vetrinum með guðsorð á vörum. Þetta
svipar til atburða sem áttu sér stað um 40 árum áður. Þá kom Þorkell
Gamlason, ráðsmaður á Hólum og einn af hreppstjórum Hólahrepps, í veg
fyrir að Guðmundur Þorkelsson fengi hreppsvist í Hjaltadal. Guðmundur
þessi, sem kallaður var Gvendur loki, var orðinn gamall, illorður og erf-
iður viðureignar. Hann brást hinn versti við því að Þorkell skyldi leggja
þennan stein í götu sína og hafði uppi heitingarorð við hann eða niðja hans.
Gvendur dó svo árið 1598 og fór strax að gera vart við sig á heimili Þorkels.
Eftirfarandi frásögn er af atburðunum:
Átti Þorkell unga dóttur, hét Sigríður; fékk hún þá aðsókn og
hörmulega ónáðan, svo það var stórt sorgarefni fyrir hennar foreldra
og aðra, sem sáu. Það bar við þar á staðnum, að séra Arngrímur
Jónsson eina nótt vakti nokkurn tíma yfir þessari veiku stúlku og
hafði hana í fangi, með guðs orða lestri og góðum bænum, og í þeirri
trú (svo sem hann lét þá til sín heyra) að sá vondur andi mundi hafa
enga ónáð í frammi við hana, meðan sér í höndum væri, hvað og
skeði, þó móti venju, að það leið hjá um þær stundir.43
Skömmu síðar er séra Arngrímur reið frá Hólum féll hestur hans, hann
datt af baki og lenti á steini sem skar hann í andliti og bar hann ör því til
merkis það sem eftir var. Gvendur loki var talinn ábyrgur fyrir fótaskorti
hestsins enda hafði svipur hans sést birtast rétt áður en óhappið átti sér
stað. Hann var því grafinn upp og afhöfðaður svo sá sem orðið hafði fyrir
ónæðinu gæti gengið milli bols og höfuðs á honum. Líkið var síðan brennt.
Eftir þetta batnaði Sigríði aðeins en þó ekki að fullu og er þess getið að hún
hafi ekki orðið langlíf.
Þessi tvö dæmi sem bæði eru að finna í Skarðsárannál sýna að menn
höfðu skýringar á andlegum veikindum manna á reiðum höndum. Ætla má
að svipaðar skýringar hafi verið uppi um veikindi Guðmundar þó ókunn-
ugt sé nú hverjar þær voru. En Björn á Skarðsá hlífir Guðmundi við allri
umfjöllun um veikindi hans í annál sínum og minnist ekki á þau einu orði.
43 Annálar 1400–1800 I, bls. 182–183.
HÖFUÐDRÆTTIR ÚR BROTAKENNDRI ÆVI