Gripla - 20.12.2008, Page 268
GRIPLA266
Halldórsson, sonur Halldórs lögmanns Ólafssonar, sem bjó í Vík í
Sæmundarhlíð, var kvæntur dóttur Jóns Sigurðssonar á Reynistað og hélt
frá 1637 umboð Miðfjarðarjarða. Hann átti eftir að hafa afdrifaríkar afleið-
ingar á líf Guðmundar því það var hann sem elti Guðmund uppi við þriðja
mann, handsamaði hann á Kaldadal og færði höfuðsmanni á alþing sumarið
1649. Næst kemur Böðvar Gíslason þá væntanlega orðinn kirkjuprestur á
Reynistað og loks djákninn á staðnum, Guðmundur Andrésson.53
Hversu lengi Guðmundur gegndi stöðu djákna á Reynistað er ekki
vitað með vissu en hann segir í höfuðlausnarbréfi sínu til Ole Worm,
skrifuðu í Bláturni 7. október 1649, að eftir að hann missti djáknastöðuna
hafi hann um tíu ára skeið verið embættislaus. Þar miðar hann líkast til
við ritunardag bréfsins og ef tíu ár eru dregin frá honum fæst 7. október
1639. Sú dagsetning samræmist hins vegar illa dagsetningu uppskriftar
Reynistaðarklaustursskjala frá 22. júní 1640 og hlýtur Guðmundur því
annaðhvort að misreikna sig eða að ekki beri að skilja orð hans bókstaflega.
Hvað sem því líður þá hlýtur Guðmundur þó að vera horfinn á braut
skömmu eftir 22. júní 1640.54
Orsök brottrekstursins er óljós en Guðmundur segir sjálfur að borinn
hafi verið út rógur og ósannindi um sig sem biskup hafi tekið mark á og
í kjölfarið vikið honum úr djáknastöðunni. Hugsanlega hefur brottvikn-
ingin staðið í sambandi við kvonfangsumleitanir Guðmundar en hann
hafði augastað á Sigríði, laundóttur Jóns Oddssonar. Jón lést árið 1630 og
ólst Sigríður því upp hjá föðurömmu sinni Guðrúnu Jónsdóttur, sem var
seinni kona séra Gissurar Gamalíelssonar á Staðarbakka og systir Arngríms
lærða á Melstað. Rógberar nánir biskupi munu þó hafa komið í veg fyrir
að úr yrði. Í kjölfar alls þessa samdi Guðmundur ritgerðina Þekktu sjálfan
53 AM 277 4to, bl. 1r–12r; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár II, bls. 281–282; Guðmundur
Andrésson, Deilurit, bls. xiii. Vakin skal athygli á því að Bjarg í Miðfirði var ein af
Miðfjarðar- eða Húnavatnssýslujörðunum, sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
VIII, bls. 81 og 490. Árni Magnússon gefur uppskrift skjala Reynistaðarklausturs ekki háa
einkunn. Í minnisgreinum með hendi hans sem bundnar eru framan við AM 277 4to segir
m.a. að það sé hvergi nærri rétt eftir frumritinu og að margt sé af óráðgætni rangt skrifað
og að með vilja sé hlaupið yfir heilar setningar og stílnum víða breytt. Hann klykkir út með
því að segja að „… þeir sem hafa vídimerað þessi skjöl, hefði eftir þann dag aldrei átt í slíkum
sökum vitnisbærir að vera.“ Guðmundi til málsbóta skal þess getið að í fyrirsögn kemur
fram að uppskriftin sé extract, þ.e. útdráttur eða ágrip af skjölum klaustursins. Árni er ekki
alveg eins harðorður í garð uppskriftarinnar á öðrum stað, sbr. Islandske originaldiplomer
indtil 1450. Tekst, bls. 167–169.
54 Breve fra og til Ole Worm III, bls. 395.