Gripla - 20.12.2008, Qupperneq 269
267
þig sem var dulbúin árás á Þorlák biskup og upp frá því má segja að full-
kominn fjandskapur hafi ríkt á milli þeirra. Eftir það er líklegt að biskup
hafi komið í veg fyrir að Guðmundur fengi nokkurt embætti en hann segir
að af og til hafi verið óskað eftir sér til prestsembættis en án árangurs.
Frillulífisbrot hans og Arnfríðar Jónsdóttur sem skráð er í sakafallsreikn-
inga Húnavatnssýslu á reikningsárinu 1644–1645 hefur svo fært biskupi
sterkt vopn í hendur til að útiloka Guðmund frá prestsembætti. Þorlákur
lét þó ekki þar við sitja því eftir að honum varð kunnugt um að Guðmundur
hefði samið rit gegn Stóradómi kærði biskup hann fyrir höfuðsmanni og
gekkst fyrir yfirheyrslu hans á alþingi 1649. Málalok urðu þau að höf-
uðsmaðurinn hótaði að dæma hann til dauða gæti hann ekki fært sér neitt
til málsbóta en samþykkti þó að lokum bón Guðmundar um að málið færi
fyrir háskólaráð og konunginn.55 Guðmundi hefur sjálfsagt verið kunnugt
um að háskólaráðið fór mildum höndum um Jón lærða Guðmundsson er
það tók mál hans fyrir vorið 1637 og því viljað skjóta máli sínu þangað.56
Áður en að skilist verður við djáknatíð Guðmundar skal vikið stuttlega
að aldri hans sem erfitt er að fá fangstað á. Jakob Benediktsson gat sér þess
til að hann hafi verið sjö árum yngri en Einar Arnfinnsson og því fæddur
um 1615. Forsendur Jakobs fyrir því voru þær að hann taldi Guðmund hafa
útskrifast úr Hólaskóla nokkru fyrir 1640. Væntanlega þó um vorið 1638
því hann taldi fráfall séra Sæmundar Kárssonar í Glaumbæ þá um sum-
arið hafa ýtt af stað atburðarás sem varð til þess að staða djákna losnaði
við Reynistaðarklaustur eins og þegar er getið.57 Vitað er að Guðmundur
útskrifaðist eftir fjögurra ára námsdvöl og því hefur hann samkvæmt
tilgátu Jakobs sest á skólabekk um 19 ára aldurinn og útskrifast þegar hann
55 Breve fra og til Ole Worm III, bls. 395 og 402–403; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III,
bls. 231; Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. vii–viii og xiii. Jakob Benediktsson hefur
eftir séra Jóni í Hítardal, sjá Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal II, bls. 97, að
Sigríður hafi verið laundóttir Jóns Oddssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sbr. Guðmundur
Andrésson, Deilurit, bls. viii, en það er rangt því Jón var sonur Guðrúnar og fyrri manns
hennar Odds Andréssonar. Ókunnugt er um hver móðir Sigríðar var, sjá Páll Eggert Ólason,
Íslenzkar æviskrár III, bls. 231. Varðveitt er háðskvæði sem Guðmundur orti um Guðrúnu á
Staðarbakka væntanlega eftir að honum hafði verið neitað um hönd Sigríðar, sjá Guðmundur
Andrésson, Deilurit, bls. xxiv–xxvii. Þess má jafnframt geta að Jón Gissurarson eldri, sonur
Gissurar Gamalíelssonar og fyrri konu hans, var skólameistari í Hólaskóla um sama leyti og
Guðmundur var þar við nám.
56 Einar G. Pétursson, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða I, bls. 86–88. Guðmundur virðist
hafa þekkt til verkefna háskólaráðs, sbr. Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. 46.
57 Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. vii og ix neðanmáls.
HÖFUÐDRÆTTIR ÚR BROTAKENNDRI ÆVI