Gripla - 20.12.2008, Side 273
271
á Reynistað í klausturhaldaratíð Árna Oddssonar en ekki Jóns sem lést
26. maí 1635. Lögbók hans hefur því ekki legið að Reynistað heldur verið
komin í hendur erfingja hans áður en að Guðmundur kemur til klaust-
ursins. Jafnvel þó að Guðmundur hafi verið fæddur og uppalinn í nálægð
við klaustrið þá er ólíklegt að hann hafi haft áhuga á þessu atriði fyrr en í
fyrsta lagi eftir að hann var fundinn sekur um frillulífisbrotið 1644–1645.
Ekki er óhugsandi að Guðmundur hafi verið við kennslu hjá erfingjum
Jóns og séð bókina þar en skilgetnir synir hans, þeir Jón á Svalbarði og
Vigfús í Lögmannshlíð, eru líklegastir til að hafa erft gripinn. Þó verður
að teljast líklegra að Björn á Skarðsá hafi vitað af leshættinum og bent
Guðmundi á hann enda lá slíkt á áhugasviði hans auk þess sem hann hafði
verið handgenginn Jóni Sigurðssyni uppeldisbróður sínum um árabil.66
Einnig skal þess getið að Guðmundur virðist hafa notað Dimm forn-
yrði lögbókar Íslendinga, þ.e. orðaskýringar Björns á Skarðsá yfir torskilin
orð Jónsbókar, við samningu orðabókar sinnar. Mörg þeirra orða sem
Björn tekur fyrir í skýringum sínum er sömuleiðis að finna í orðabók
Guðmundar. Hér skal tekið eitt dæmi til að sýna fram á hugsanleg tengsl. Í
skýringu Björns á orðinu jálkur kemur eftirfarandi fram: „Hann á að skrif-
ast jaðl-kur, hefur nafn af jóð-li og er dregið af töggi tannsljóvanar. Segja
gömul lög vor hann sé og heiti jaðl-kur upp frá því hann er 12 vetra, skal
og þá metast frá því.“67 Í skýringu Guðmundar er margt líkt með skýringu
Björns en þar segir: „Jälkr / m.g. in Codice Legum, Eqvus 12. Annorum
aut ultra senex, explicuere qvidam à jad / seu jadl / qvod sit Detrimentum
Dentium, velut ab orea seu lupato aut masticatione provenit. Hinc Jälkr /
qvasi jaldkr / jodl / n.g. & jodla / est edentuli more mandere, ceu manditare.
Hodie japla / qvasi jadpla / Leviter mandere.“68
Björn á Skarðsá nafnið Gráfugl eða Gráfygla í stað Grágásar þegar þeir minnast á lagasafnið,
sjá Guðmundur Andrésson, Deilurit, bls. 37 og Jón Þorkelsson, „Þáttur af Birni Jónssyni á
Skarðsá.“, bls. 75.
66 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III, bls. 257–258. Jón Þorkelsson, „Þáttur af Birni
Jónssyni á Skarðsá.“, bls. 37 og 39. Ekki er loku skotið fyrir að Einar Arnfinnsson hafi verið
heimildarmaður Guðmundar varðandi lesháttinn en hann var djákni á Reynistaðarklaustri
í klausturhaldaratíð Jóns Sigurðssonar eins og fram hefur komið. Brot Einars varð þó ekki
uppvíst fyrr en eftir dauða Jóns.
67 AM 61a 8vo, bl. 11r.
68 Lexicon Islandicum. Orðabók Guðmundar Andréssonar, bls. 86. Guðmundur notar einnig
sömu tilvitnanir og Björn í fornsögur, t.d. við orðin knapi og vo. Þess skal getið að Ole
Worm fékk veður af orðaskýringum Björns og reyndi í bréfum sínum til Þorláks biskups
að verða sér úti um afrit af þeim og hefur líkast til að lokum fengið afrit af seinni gerð
HÖFUÐDRÆTTIR ÚR BROTAKENNDRI ÆVI