Gripla - 20.12.2008, Page 287
285
Aukaverkanirnar af fyrrgreindri flokkun eru þær að höfundarverk
skáldanna eru brotin upp, því í mörgum tilvikum eru kvæði sama skálds-
ins að finna í tveimur bindum. Að auki skarast hugdilkarnir sem flokkað
er eftir að nokkru leyti. Eins og ritstjórar nefna í neðanmálsgrein í inn-
gangsorðum (bls. xlii–xliii), eru fjölmörg kvæði um kristin efni frá sama
tímabili að finna í 4. bindi (Skáldskapur um sögu Íslands) og enn önnur
áþekk kvæði í 3. bindi (Kvæði í ritum um skáldskaparfræði). Umrædd
kvæði í 3. og 4. bindi eiga þó það sameiginlegt að vera að mestu varðveitt
brotakennt.
Sem dæmi um útkomu þessa skipulags getum við tekið Nikulás
Bergsson frá 12. öld. Eftir Nikulás eru varðveittar fjórar vísur undir drótt-
kvæðum hætti. Þrjár þessara vísna eru úr Jónsdrápu postula og er þær
að finna í 7. bindi ásamt æviágripi um skáldið (bls. 66–69). Fjórða vísan
er ætluð vera úr lengri drápu um Krist (Kristsdrápu), þar sem Kristur á
krossinum kemur við sögu. Þessa vísu er hins vegar að finna í 3. bindi
útgáfunnar (Kvæði í ritum um skáldskaparfræði). Í 3. bindi verður síðan
vísað til æviágripsins í 7. bindi. Þannig er á sama hátt æviágrip um Einarr
Skúlason að finna í 2. bindi útgáfunnar þar sem hans veraldlegu kvæði er
að finna, en hans frægasta kvæði, Geisli, er fremst í 7. bindi.
Um framsetningu kvæðatextans
Líkt og kemur fram í inngangi 7. bindis (10. How to use this Edition)
er fleiri athugasemdir að finna í SkP hvað varðar kynningu á skáldum,
samhengi og textafræði einstakra kvæða en tíðkast hefur í fyrri útgáfum.
Hins hefði þó verið rétt að geta fyrir hinn breiða markhóp SkP, einkum
þar sem Finnur Jónsson er gagnrýndur á þessum forsendum (sbr. á bls.
lxvii neðst), að Finnur lét slíkra upplýsinga ekki ógetið; þær er að finna
í bókmenntasögu hans: Den Oldnorske og Oldislandske Litteraturs Historie
I-III, sem kom út undir lok 19. aldar (í endurbættri útgáfu 1920), þar
sem ítarleg æviágrip og kynningu á túlkunarsamhengi kvæða er að finna,
og í endurbættri útgáfu hans á Lexicon Poeticum (LexPo) Sveinbjarnar
Egilssonar (1913/1931). Það var hugsun Finns Jónssonar að þessi verk
skyldu nýtt til hliðsjónar með dróttkvæðaútgáfu hans (sbr. orð hans í inn-
gangi Skj IA, bls. IX), líkt og hin mörgu bindi SkP tengjast innbyrðis. Í
bókmenntasögu Finns er í sumum tilvikum ítarlegri æviágrip að finna,
RITDÓMUR